Til helvítis með Palestínu! 18. maí 2007 06:00 Í ár verða 40 ár liðin síðan Ísraelsher hertók Vesturbakkann og Gaza og lagði þar með undir sig síðustu svæði Palestínu. Þótt lítill árangur hafi náðst í frelsisbaráttu Palestínumanna síðan þá hafa íbúar herteknu svæðanna þó náð þeim rétti að fá að kjósa fulltrúa sína í lýðræðislegum kosningum. Eða svo leit að minnsta kosti út fyrir, þar til íbúarnir kusu annað en ríkisstjórnir Ísraels og ýmissa Vesturlanda, þar á meðal Íslands, töldu ákjósanlegt. Rúmt ár er nú liðið síðan Fatah missti meirihluta sinn í hnífjöfnum þingkosningunum í Palestínu. Íbúarnir völdu breytingu og Hamas-samtökin höfðu betur. Úrslitin voru ríkisstjórn Ísraels ekki að skapi og Bandaríkjastjórn hafði að engu yfirlýst markmið sitt um að styðja við lýðræði í Mið-Austurlöndum og neitaði að viðurkenna hina nýju stjórn. Skipti þar engu þótt íbúar herteknu svæðanna hafi gert Palestínu að eitt af örfáum lýðræðisríkjum Mið-Austurlanda. Lýðræðisríki segi ég – þótt staðreyndin sé sú að Palestína er ekki viðurkennt sem sjálfstætt ríki af Ísrael né Bandaríkjunum. Þessi ríki eru því miður ekki ein um það, því við Íslendingar erum á meðal þeirra þjóða sem ekki viðurkennir sjálfstæði Palestínu. Stefna íslenskra stjórnvalda hefur þó verið að „viðurkenna beri sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar“, eins og segir í ályktun Alþingis frá árinu 1989. En þessi sjálfsákvörðunarréttur er greinilega vandmeðfarinn, því undanfarið höfum við tekið þátt í þeim ljóta leik að refsa Palestínumönnum fyrir að kjósa ekki „rétt“ í sínum eigin kosningum. Refsiaðgerðirnar leggjast ofan á það hrikalega ástand sem Palestínumenn búa við; hundruð þúsunda þeirra dúsa í flóttamannabúðum, fjögurra áratuga hernám í landi þeirra varir enn og innbyrðis átök hafa blossað upp. Það eykur auðvitað enn á örvæntinguna í Palestínu að lýðræðislega kjörin stjórn landsins sé sniðgengin. Nú hefur verið mynduð þjóðstjórn í Palestínu sem Hamas, Fatah og fjöldi smærri flokka á aðild að. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur tekið það þarfa og lýðræðislega skref að lýsa því yfir að taka eigi upp eðlileg samskipti við hana. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði hins vegar í kosningaþætti á Stöð 2 að skoða verði „gaumgæfilega“ samskipti Íslendinga við heimastjórn Palestínumanna, um leið og hann lýsti þeirri skoðun sinni að hann væri „ekkert sérstaklega hrifinn af Hamas-hreyfingunni“. Er Geir að grínast? Telur hann eðlilegt að íslenska ríkisstjórnin sniðgangi lýðræðislega kjörna stjórn í Palestínu vegna þess að í henni séu flokkar sem hann er ekki hrifinn af? Vill Geir ekki bara sjálfur sjá um að raða upp ríkisstjórn Palestínu? Íslenska ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í því að viðurkenna lýðræðislega kjörna stjórn í Palestínu. Strax! Það að refsa Palestínumönnum og sniðganga þjóðstjórnina grefur ekki aðeins undan lýðræðisþróun í Palestínu og Mið-Austurlöndum – heldur eru mjög skýr skilaboð frá Íslandi til íbúa herteknu svæðanna, sem hafa staðið í baráttu fyrir frelsi sínu og mannréttindum í áratugi; til helvítis með Palestínu!Höfundur situr í stjórn félagsins Ísland-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í ár verða 40 ár liðin síðan Ísraelsher hertók Vesturbakkann og Gaza og lagði þar með undir sig síðustu svæði Palestínu. Þótt lítill árangur hafi náðst í frelsisbaráttu Palestínumanna síðan þá hafa íbúar herteknu svæðanna þó náð þeim rétti að fá að kjósa fulltrúa sína í lýðræðislegum kosningum. Eða svo leit að minnsta kosti út fyrir, þar til íbúarnir kusu annað en ríkisstjórnir Ísraels og ýmissa Vesturlanda, þar á meðal Íslands, töldu ákjósanlegt. Rúmt ár er nú liðið síðan Fatah missti meirihluta sinn í hnífjöfnum þingkosningunum í Palestínu. Íbúarnir völdu breytingu og Hamas-samtökin höfðu betur. Úrslitin voru ríkisstjórn Ísraels ekki að skapi og Bandaríkjastjórn hafði að engu yfirlýst markmið sitt um að styðja við lýðræði í Mið-Austurlöndum og neitaði að viðurkenna hina nýju stjórn. Skipti þar engu þótt íbúar herteknu svæðanna hafi gert Palestínu að eitt af örfáum lýðræðisríkjum Mið-Austurlanda. Lýðræðisríki segi ég – þótt staðreyndin sé sú að Palestína er ekki viðurkennt sem sjálfstætt ríki af Ísrael né Bandaríkjunum. Þessi ríki eru því miður ekki ein um það, því við Íslendingar erum á meðal þeirra þjóða sem ekki viðurkennir sjálfstæði Palestínu. Stefna íslenskra stjórnvalda hefur þó verið að „viðurkenna beri sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar“, eins og segir í ályktun Alþingis frá árinu 1989. En þessi sjálfsákvörðunarréttur er greinilega vandmeðfarinn, því undanfarið höfum við tekið þátt í þeim ljóta leik að refsa Palestínumönnum fyrir að kjósa ekki „rétt“ í sínum eigin kosningum. Refsiaðgerðirnar leggjast ofan á það hrikalega ástand sem Palestínumenn búa við; hundruð þúsunda þeirra dúsa í flóttamannabúðum, fjögurra áratuga hernám í landi þeirra varir enn og innbyrðis átök hafa blossað upp. Það eykur auðvitað enn á örvæntinguna í Palestínu að lýðræðislega kjörin stjórn landsins sé sniðgengin. Nú hefur verið mynduð þjóðstjórn í Palestínu sem Hamas, Fatah og fjöldi smærri flokka á aðild að. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur tekið það þarfa og lýðræðislega skref að lýsa því yfir að taka eigi upp eðlileg samskipti við hana. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði hins vegar í kosningaþætti á Stöð 2 að skoða verði „gaumgæfilega“ samskipti Íslendinga við heimastjórn Palestínumanna, um leið og hann lýsti þeirri skoðun sinni að hann væri „ekkert sérstaklega hrifinn af Hamas-hreyfingunni“. Er Geir að grínast? Telur hann eðlilegt að íslenska ríkisstjórnin sniðgangi lýðræðislega kjörna stjórn í Palestínu vegna þess að í henni séu flokkar sem hann er ekki hrifinn af? Vill Geir ekki bara sjálfur sjá um að raða upp ríkisstjórn Palestínu? Íslenska ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í því að viðurkenna lýðræðislega kjörna stjórn í Palestínu. Strax! Það að refsa Palestínumönnum og sniðganga þjóðstjórnina grefur ekki aðeins undan lýðræðisþróun í Palestínu og Mið-Austurlöndum – heldur eru mjög skýr skilaboð frá Íslandi til íbúa herteknu svæðanna, sem hafa staðið í baráttu fyrir frelsi sínu og mannréttindum í áratugi; til helvítis með Palestínu!Höfundur situr í stjórn félagsins Ísland-Palestína.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar