Til helvítis með Palestínu! 18. maí 2007 06:00 Í ár verða 40 ár liðin síðan Ísraelsher hertók Vesturbakkann og Gaza og lagði þar með undir sig síðustu svæði Palestínu. Þótt lítill árangur hafi náðst í frelsisbaráttu Palestínumanna síðan þá hafa íbúar herteknu svæðanna þó náð þeim rétti að fá að kjósa fulltrúa sína í lýðræðislegum kosningum. Eða svo leit að minnsta kosti út fyrir, þar til íbúarnir kusu annað en ríkisstjórnir Ísraels og ýmissa Vesturlanda, þar á meðal Íslands, töldu ákjósanlegt. Rúmt ár er nú liðið síðan Fatah missti meirihluta sinn í hnífjöfnum þingkosningunum í Palestínu. Íbúarnir völdu breytingu og Hamas-samtökin höfðu betur. Úrslitin voru ríkisstjórn Ísraels ekki að skapi og Bandaríkjastjórn hafði að engu yfirlýst markmið sitt um að styðja við lýðræði í Mið-Austurlöndum og neitaði að viðurkenna hina nýju stjórn. Skipti þar engu þótt íbúar herteknu svæðanna hafi gert Palestínu að eitt af örfáum lýðræðisríkjum Mið-Austurlanda. Lýðræðisríki segi ég – þótt staðreyndin sé sú að Palestína er ekki viðurkennt sem sjálfstætt ríki af Ísrael né Bandaríkjunum. Þessi ríki eru því miður ekki ein um það, því við Íslendingar erum á meðal þeirra þjóða sem ekki viðurkennir sjálfstæði Palestínu. Stefna íslenskra stjórnvalda hefur þó verið að „viðurkenna beri sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar“, eins og segir í ályktun Alþingis frá árinu 1989. En þessi sjálfsákvörðunarréttur er greinilega vandmeðfarinn, því undanfarið höfum við tekið þátt í þeim ljóta leik að refsa Palestínumönnum fyrir að kjósa ekki „rétt“ í sínum eigin kosningum. Refsiaðgerðirnar leggjast ofan á það hrikalega ástand sem Palestínumenn búa við; hundruð þúsunda þeirra dúsa í flóttamannabúðum, fjögurra áratuga hernám í landi þeirra varir enn og innbyrðis átök hafa blossað upp. Það eykur auðvitað enn á örvæntinguna í Palestínu að lýðræðislega kjörin stjórn landsins sé sniðgengin. Nú hefur verið mynduð þjóðstjórn í Palestínu sem Hamas, Fatah og fjöldi smærri flokka á aðild að. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur tekið það þarfa og lýðræðislega skref að lýsa því yfir að taka eigi upp eðlileg samskipti við hana. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði hins vegar í kosningaþætti á Stöð 2 að skoða verði „gaumgæfilega“ samskipti Íslendinga við heimastjórn Palestínumanna, um leið og hann lýsti þeirri skoðun sinni að hann væri „ekkert sérstaklega hrifinn af Hamas-hreyfingunni“. Er Geir að grínast? Telur hann eðlilegt að íslenska ríkisstjórnin sniðgangi lýðræðislega kjörna stjórn í Palestínu vegna þess að í henni séu flokkar sem hann er ekki hrifinn af? Vill Geir ekki bara sjálfur sjá um að raða upp ríkisstjórn Palestínu? Íslenska ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í því að viðurkenna lýðræðislega kjörna stjórn í Palestínu. Strax! Það að refsa Palestínumönnum og sniðganga þjóðstjórnina grefur ekki aðeins undan lýðræðisþróun í Palestínu og Mið-Austurlöndum – heldur eru mjög skýr skilaboð frá Íslandi til íbúa herteknu svæðanna, sem hafa staðið í baráttu fyrir frelsi sínu og mannréttindum í áratugi; til helvítis með Palestínu!Höfundur situr í stjórn félagsins Ísland-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í ár verða 40 ár liðin síðan Ísraelsher hertók Vesturbakkann og Gaza og lagði þar með undir sig síðustu svæði Palestínu. Þótt lítill árangur hafi náðst í frelsisbaráttu Palestínumanna síðan þá hafa íbúar herteknu svæðanna þó náð þeim rétti að fá að kjósa fulltrúa sína í lýðræðislegum kosningum. Eða svo leit að minnsta kosti út fyrir, þar til íbúarnir kusu annað en ríkisstjórnir Ísraels og ýmissa Vesturlanda, þar á meðal Íslands, töldu ákjósanlegt. Rúmt ár er nú liðið síðan Fatah missti meirihluta sinn í hnífjöfnum þingkosningunum í Palestínu. Íbúarnir völdu breytingu og Hamas-samtökin höfðu betur. Úrslitin voru ríkisstjórn Ísraels ekki að skapi og Bandaríkjastjórn hafði að engu yfirlýst markmið sitt um að styðja við lýðræði í Mið-Austurlöndum og neitaði að viðurkenna hina nýju stjórn. Skipti þar engu þótt íbúar herteknu svæðanna hafi gert Palestínu að eitt af örfáum lýðræðisríkjum Mið-Austurlanda. Lýðræðisríki segi ég – þótt staðreyndin sé sú að Palestína er ekki viðurkennt sem sjálfstætt ríki af Ísrael né Bandaríkjunum. Þessi ríki eru því miður ekki ein um það, því við Íslendingar erum á meðal þeirra þjóða sem ekki viðurkennir sjálfstæði Palestínu. Stefna íslenskra stjórnvalda hefur þó verið að „viðurkenna beri sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar“, eins og segir í ályktun Alþingis frá árinu 1989. En þessi sjálfsákvörðunarréttur er greinilega vandmeðfarinn, því undanfarið höfum við tekið þátt í þeim ljóta leik að refsa Palestínumönnum fyrir að kjósa ekki „rétt“ í sínum eigin kosningum. Refsiaðgerðirnar leggjast ofan á það hrikalega ástand sem Palestínumenn búa við; hundruð þúsunda þeirra dúsa í flóttamannabúðum, fjögurra áratuga hernám í landi þeirra varir enn og innbyrðis átök hafa blossað upp. Það eykur auðvitað enn á örvæntinguna í Palestínu að lýðræðislega kjörin stjórn landsins sé sniðgengin. Nú hefur verið mynduð þjóðstjórn í Palestínu sem Hamas, Fatah og fjöldi smærri flokka á aðild að. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur tekið það þarfa og lýðræðislega skref að lýsa því yfir að taka eigi upp eðlileg samskipti við hana. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði hins vegar í kosningaþætti á Stöð 2 að skoða verði „gaumgæfilega“ samskipti Íslendinga við heimastjórn Palestínumanna, um leið og hann lýsti þeirri skoðun sinni að hann væri „ekkert sérstaklega hrifinn af Hamas-hreyfingunni“. Er Geir að grínast? Telur hann eðlilegt að íslenska ríkisstjórnin sniðgangi lýðræðislega kjörna stjórn í Palestínu vegna þess að í henni séu flokkar sem hann er ekki hrifinn af? Vill Geir ekki bara sjálfur sjá um að raða upp ríkisstjórn Palestínu? Íslenska ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í því að viðurkenna lýðræðislega kjörna stjórn í Palestínu. Strax! Það að refsa Palestínumönnum og sniðganga þjóðstjórnina grefur ekki aðeins undan lýðræðisþróun í Palestínu og Mið-Austurlöndum – heldur eru mjög skýr skilaboð frá Íslandi til íbúa herteknu svæðanna, sem hafa staðið í baráttu fyrir frelsi sínu og mannréttindum í áratugi; til helvítis með Palestínu!Höfundur situr í stjórn félagsins Ísland-Palestína.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun