Enski boltinn

Schmeichel stoltur af syninum

Peter Schmeichel segir son sinn bera þunga byrði á bakinu.
Peter Schmeichel segir son sinn bera þunga byrði á bakinu.

Hinn goðsagnarkenndi markvörður Peter Schmeichel, sem lék með Manchester United á árum áður, er stoltur af syni sínum Kasper, sem haldið hefur hreinu fyrir Manchester City í fyrstu tveim leikjum tímabilsins.

"'Eg er mjög stoltur því Kasper hefur staðið sig vel," segir Schmeichel eldri í viðtali við Daily Mail í dag.

"Hann er ennþá bara strákur, litli strákurinn minn. Ég veit að það hljómar fáránlega, þar sem hann er tæpir tveir metrar, en svona er þetta bara.

Ég hef ekkert verið að skipta mér af, þótt mig langi til þess. En hann verður að gera þetta sjálfur. Ég vil bara að hann sé ánægður með það sem hann er að gera. Það er það eina sem ég og mamma hans biðjum um.

Hann á nógu erfitt fyrir með að bera nafnið mitt á bakinu til þess að ég sé að skipta mér af."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×