Viðskipti innlent

Björgólfur hefur innleyst 110 milljarða króna hagnað

Björgólfur Thor hefur hagnast gífurlega á símafyrirtækjum í Austur Evrópu.
Björgólfur Thor hefur hagnast gífurlega á símafyrirtækjum í Austur Evrópu. MYND/VILHELM
Björgólfur Thor Björgólfsson hefur innleyst 110 milljarða króna hagnað með sölu á tveimur símafyrirtækjum í Austur-Evrópu á rúmu ári. Í dag var endanlega gengið frá sölu Novators, félags Björgólfs Thors, á 90% hlut í búlgarska símafyrirtækinu BTC fyrir 127 milljarða. Hagnaður Björgólfs Thors af þeim viðskiptum nemur um 60 milljörðum. Í fyrra seldi hann hlut sinn í tékkneska fjarskiptafyrirtækinu CRa og græddi 50 milljarða á þeim viðskiptum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×