Katarmenn munu að líkindum eiga við ramman reip að draga í D-riðli þar sem þeir mæta Spánverjum, Tékkum og Egyptum og þurfa líklega kraftaverk til að fara áfram í milliriðil. Katarar hafa tvisvar áður verið með á HM, árin 2003 og 2005 og í hvorugt skiptið náð neinum sérstökum árangri. Að vísu komst liðið í 16 liða úrslit í Portúgal 2003 en þar féllu þeir út í milliriðli. Leikmenn landsliðsins leika allir heima fyrir.
Um landið
Stærð: 11 437 km²
Fjöldi íbúa: 624 000
Höfuðborg: Doha
Tungumál: Arabíska
Gjaldmiðill: Katar-Riyal
Handknattleikssamband
Stofnað: 1968
Meðlimir í IHF síðan: 1978
Heimasíða: www.qatarhandball.org.qa
Forseti: Khalifa Turkey Al Subei
Þjálfari: Ekrem Jaganjac
Mikilvægustu leikmenn: Ahmed Al-Saad, Badi Abdulla, Borhan Al-Turki, Nasser Al-Saad
Fyrri árangur á HM
2003 Portúgal 16. sæti
2005 Túnis 21. sæti
Árangur á öðrum stórmótum
2002 Iran 2. sæti Asíumeistaramótið
2002 Korea 3. sæti Asíuleikarnir
2004 Katar 3. sæti Asíumeistaramótið
2006 Bangkok 3. sæti Asíumeistaramótið
