Viðskipti innlent

Ríflega 700 milljóna króna hagnaður af rekstri Smáralindar

MYND/Róbert

Hagnaður Smáralindar reyndist 735 milljónir króna á fyrri helmingi þessa árs. Þetta kemur fram í uppgöri sem sent var Kauphöll Íslands. Þar segir einnig að gestum Smáralindar hafi fjölgað um nærri fimm prósent frá fyrri helmingi síðasta árs.

Árshlutareikningur félagsins var nú í fyrsta sinn gerður í samræmi við alþjóða reikningsskilastaðla IFRS. Heildareignir Smáralindar ehf. námu rúmum 14,7 milljörðum króna í lok júní en þær voru um 500 milljónum króna meiri í lok síðasta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×