Íbúðaverð dregur verðbólguvagninn 12. júlí 2007 06:00 Hjallahverfi í Kópavogi. Útsöluáhrif vega á móti hækkandi verði fasteigna og fleiri þáttum í mælingum á vísitölu neysluverðs. Verðbólga er meiri en greinendur áttu von á. MYND/Vilhelm Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,22 prósent í júlí og mælist 12 mánaða verðbólga nú 3,8 prósent. Efri þolmörk Seðlabanka Íslands eru 4,0 prósent. Verðbólga væri meiri ef ekki hefðu komið til útsölur. Hún er þó meiri en greiningardeildir bankanna höfðu spáð. Umsvif á fasteignamarkaði leiða aukninguna, en greiningardeild Kaupþings spári því þó að þar hægist um þegar líða tekur á árið. Verðbólga er yfir spám greiningardeilda bankanna samkvæmt mælingu Hagstofunnar í júlí. 12 mánaða verðbólga er þó komin niður fyrir 4,0 prósenta efri þolmörk Seðlabankans og stendur nú í 3,8 prósentum. Tólf mánaða verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í ágúst 2005. Spár greiningardeilda hlupu á bilinu 0,1 prósents lækkun og yfir í 0,1 prósents hækkun á vísitölunni milli mánaða, en hún reyndist svo 0,22 prósent. „Húsnæðisverð er áfram mikill áhrifavaldur í verðlagsmælingum og dregur vagninn í nýjustu hækkunum á vísitölu neysluverðs eins og svo oft áður undanfarin misseri," segir Gunnar Árnason sérfræðingur efnahagsmála hjá Byri sparisjóði. Hann telur þó ekki það eitt áhyggjuefni að umsvif á fasteignamarkaði virðast vera að aukast lítillega á nýjan leik eftir sýnilegan samdrátt á síðari hluta síðasta árs og byrjun þessa. Gunnar Árnason „Spár um um áframhaldandi hratt minnkandi hagvöxt á yfirstandandi ári og því næsta eru líklegar til að ganga eftir eins og mál standa. Í ljósi þess er sérstakt að Seðlabanki Íslands kjósi að halda stýrivöxtum sínum svo háum og lýsi yfir óbreyttum vöxtum fram á næsta ár," segir hann og bendir á að 12 mánaða verðbólga sé nú undir þolmörkum bankans og telur ekki líkur á miklum viðsnúningi á þeirri þróun á næstunni, enda megi reikna með að styrking á gengi krónunnar komi fram í lægra innflutningsverði á vörum og þjónustu. Greiningardeild Landsbanka Íslands rekur meiri verðbólgu en gert var ráð fyrir til töluverðra hækkana á heilsugæslu, tómstundum og menningu og matvöru, auk þess sem kostnaður vegna eigin húsnæðis. „Sumarútsölur eru víðast hvar komnar á fullt skrið en þær valda um 0,4 prósenta lækkun á vísitölunni í júlí. Hefðu útsölur ekki valdi fyrrnefndri lækkun á vísitölu neysluverðs hefði verðlag hækkað um hátt í 0,7 prósent í mánuðinum," segir í greiningu bankans og bent á að áutsöluáhrif séu tímabundin og megið því búast við að verð hækki aftur í sama horf. „Það er því enn mikill verðbólguþrýstingur í hagkerfinu." Greiningardeild Kaupþings hefur eftir Hagstofunni að fasteignaverð á landinu öllu hafi hækkað að meðaltali um 1,6 prósent milli mánaða síðustu þrjá mánuði. „Mikil þensla er á fasteignamarkaði um þessar mundir, umsvif hafa aukist töluvert á síðustu mánuðum en fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í júní síðastliðnum hefur ekki mælst hærri frá því í lok árs 2004," segir greiningardeildin, en gerir þó ráð fyrir hægari umsvifum á fasteignamarkaði þegar líða tekur á árið. Er það sagt munu gerast samhliða hækkandi vöxtum íbúalána og erfiðara aðgengi að lánsfé. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,22 prósent í júlí og mælist 12 mánaða verðbólga nú 3,8 prósent. Efri þolmörk Seðlabanka Íslands eru 4,0 prósent. Verðbólga væri meiri ef ekki hefðu komið til útsölur. Hún er þó meiri en greiningardeildir bankanna höfðu spáð. Umsvif á fasteignamarkaði leiða aukninguna, en greiningardeild Kaupþings spári því þó að þar hægist um þegar líða tekur á árið. Verðbólga er yfir spám greiningardeilda bankanna samkvæmt mælingu Hagstofunnar í júlí. 12 mánaða verðbólga er þó komin niður fyrir 4,0 prósenta efri þolmörk Seðlabankans og stendur nú í 3,8 prósentum. Tólf mánaða verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í ágúst 2005. Spár greiningardeilda hlupu á bilinu 0,1 prósents lækkun og yfir í 0,1 prósents hækkun á vísitölunni milli mánaða, en hún reyndist svo 0,22 prósent. „Húsnæðisverð er áfram mikill áhrifavaldur í verðlagsmælingum og dregur vagninn í nýjustu hækkunum á vísitölu neysluverðs eins og svo oft áður undanfarin misseri," segir Gunnar Árnason sérfræðingur efnahagsmála hjá Byri sparisjóði. Hann telur þó ekki það eitt áhyggjuefni að umsvif á fasteignamarkaði virðast vera að aukast lítillega á nýjan leik eftir sýnilegan samdrátt á síðari hluta síðasta árs og byrjun þessa. Gunnar Árnason „Spár um um áframhaldandi hratt minnkandi hagvöxt á yfirstandandi ári og því næsta eru líklegar til að ganga eftir eins og mál standa. Í ljósi þess er sérstakt að Seðlabanki Íslands kjósi að halda stýrivöxtum sínum svo háum og lýsi yfir óbreyttum vöxtum fram á næsta ár," segir hann og bendir á að 12 mánaða verðbólga sé nú undir þolmörkum bankans og telur ekki líkur á miklum viðsnúningi á þeirri þróun á næstunni, enda megi reikna með að styrking á gengi krónunnar komi fram í lægra innflutningsverði á vörum og þjónustu. Greiningardeild Landsbanka Íslands rekur meiri verðbólgu en gert var ráð fyrir til töluverðra hækkana á heilsugæslu, tómstundum og menningu og matvöru, auk þess sem kostnaður vegna eigin húsnæðis. „Sumarútsölur eru víðast hvar komnar á fullt skrið en þær valda um 0,4 prósenta lækkun á vísitölunni í júlí. Hefðu útsölur ekki valdi fyrrnefndri lækkun á vísitölu neysluverðs hefði verðlag hækkað um hátt í 0,7 prósent í mánuðinum," segir í greiningu bankans og bent á að áutsöluáhrif séu tímabundin og megið því búast við að verð hækki aftur í sama horf. „Það er því enn mikill verðbólguþrýstingur í hagkerfinu." Greiningardeild Kaupþings hefur eftir Hagstofunni að fasteignaverð á landinu öllu hafi hækkað að meðaltali um 1,6 prósent milli mánaða síðustu þrjá mánuði. „Mikil þensla er á fasteignamarkaði um þessar mundir, umsvif hafa aukist töluvert á síðustu mánuðum en fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í júní síðastliðnum hefur ekki mælst hærri frá því í lok árs 2004," segir greiningardeildin, en gerir þó ráð fyrir hægari umsvifum á fasteignamarkaði þegar líða tekur á árið. Er það sagt munu gerast samhliða hækkandi vöxtum íbúalána og erfiðara aðgengi að lánsfé.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun