Handbolti

Guðjón og Alexander í stuði

Alexander Petersson skoraði 11 mörk fyrir Grosswallstadt í kvöld
Alexander Petersson skoraði 11 mörk fyrir Grosswallstadt í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Heil umferð fór fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Staðan á toppnum breyttist lítið þar sem toppliðin Kiel og Hamburg unnu bæði leiki sína, en íslensku leikmennirnir voru að vanda áberandi í leikjum kvöldsins.

Topplið Kiel lagði Magdeburg örugglega 30-23 og Hamburg lagði Gummersbach 37-34 þar sem Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 10 mörk fyrir Gummersbach. Alexander Petersson skoraði 11 mörk fyrir Grosswallstadt sem lagði Hildesheim úti 31-24.

Wilhelmshavener vann óvæntan sigur á Flensburg 34-32 þar sem Gylfi Gylfason skoraði 3 mörk. Þórir Ólafsson skoraði 5 mörk fyrir Lubbecke sem gerði jafntefli við Balingen. Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu báðir 4 mörk þegar lið þeirra Lemgo gerði jafntefli við Göppingen 31-31. Minden vann öruggan sigur á Melsungen 34-25 þar sem Einar Örn Jónsson skoraði 5 mörk og Snorri Steinn Guðjónsson 4.

Úrslit kvöldsins (hálfleiksstaðan):

Eintracht Hildesheim - Großwallstadt 24:31 (12:18)

HSG Nordhorn - SG Kronau/Östringen 28:26 (13:12)

HBW Balingen/W. - TuS N-Lübbecke 27:27 (17:9)

HSG Düsseldorf - HSG Wetzlar 29:29 (15:14)

Frisch Auf Göppingen - TBV Lemgo 31:31 (15:16)

HSV Hamburg - VfL Gummersbach 37:34 (15:14)

Wilhelmshavener HV - SG Flensburg 34:32 (17:14)

GWD Minden - MT Melsungen 34:25 (17:13)

THW Kiel - SC Magdeburg 30:23 (15:14)

Kiel er í efsta sæti deildarinnar með 54 stig líkt og Hamburg, Flensburg er í þriðja með 47 stig, Magdeburg í fjórða með 46 stig líkt og Gummersbach og Nordhorn og Lemgo er í 7. sætinu með 42 stig. Hildesheim er í neðsta sæti með 9 stig, Lubbecke í 17. sæti með 11 stig og Wetzlar í 16. sæti með 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×