Viðskipti innlent

Nýherji kaupir danskt tæknifyrirtæki

MYND/Anton Brink

Nýherji hefur fest kaup á danska fyrirtækinu Dansupport A/S í Óðinsvéum í Danmörku. Um er að ræða þjónustufyrirtæki sem er sérhæft í uppsetningu á tölvu-, samskipta- og símakerfum fyrir meðalstór fyrirtæki eftir því sem segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Kaupverð félagsins var 190 milljónir króna og verða kaupin fjármögnuð að hluta með lánsfé. Tekjur Dansupport á liðnu ári voru um 340 milljónir króna og ekki er búist við að kaupin á hafi mikil áhrif á afkomu Nýherja á yfirstandandi ári.

Hjá Dansupport starfa nú 30 manns og lögð er áhersla á að auka vöxt félagsins. Það opnaði nýlega skrifstofu í Kolding og hyggst sömuleiðis opna skrifstofu í Kaupmannahöfn á næstunni. Starfsmenn Nýherjasamstæðunnar verða eftir kaupin um 420, þar af um 110 starfandi erlendis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×