Viðskipti innlent

Bjartsýni meðal neytenda þrátt fyrir óróa á fjármálamörkuðum

Órói á fjármálamörkuðum undanfarnar vikur virðist ekki slá á bjartsýni íslenskra neytenda ef marka má væntingavísitölu Gallups. Fram kemur í Morgunkorni Glitnis að að íslenskir neytendur telji núverandi ástand í efnahags- og atvinnumálum afar gott en eru nokkru svartsýnni á horfur að sex mánuðum liðnum.

Væntingavísitalan fyrir mat á núverandi ástandi mælist 172,4 stig og hefur aðeins einu sinni verið hærri. Vísitala fyrir væntingar til sex mánaða er hins vegar mun lægri og mælist 95,6 stig, en vísitölugildi undir 100 þýðir að fleiri svara neikvætt en jákvætt. Munur á mati á núverandi ástandi og væntingum til sex mánaða hefur aukist hratt undanfarna mánuði segir í Morgunkorni Glitnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×