Líkur á að LME ráðist í yfirtöku 28. ágúst 2007 05:45 Formaður framkvæmdastjórnar Stork N.V. í Hollandi mælir með yfirtökutilboði Candover. LME sér tækifæri í Stork. AFP Líklegt er talið að LME, eignahaldsfélag Marels, Eyris Invest og Landsbankans, geri eigið yfirtökutilboð í hollensku iðnsamstæðuna Stork þegar yfirtökutilboð breska fjárfestingarsjóðsins Candover í samstæðuna rennur út. Samkvæmt heimildum blaðsins vinnur LME að því þessa dagana að fá með sér í verkefnið fleiri fjárfesta, hollenska og alþjóðlega. LME er stærsti hluthafinn í Stork með yfir 32 prósenta eignarhlut. Á hluthafafundi Stork, sem haldinn var í gærmorgun til að kynna fyrirliggjandi yfirtökutilboð Candovers, sagði Maarten Muller, lögmaður LME, að félagið myndi ekki taka boðinu sem er upp á 47 evrur á hlut og útilokaði ekki að LME kæmi fram með sitt eigið yfirtökutilboð. Lögmaðurinn lýsti jafnframt furðu sinni á hvernig staðið hafi verið að yfirtökutilboði Candover án samráðs við stærsta hluthafann sem er LME. „Og þegar er ljóst að nær helmingur hluthafa hefur lýst yfir andstöðu sinni við tilboð Candover,“ sagði hann og benti á að aðkoma fjárfestingarsjóðs á borð við Candover benti jafnframt til þess að til stæði að undirbúa einingar félagsins fyrir sölu. „Þetta sýnir að umræður sem átt hafa sér stað á hluthafafundum á síðustu mánuðum hafa lítið haft með stefnu að gera eða grundvallarreglur, heldur hafi fremur snúist um tímastetningu og síðar hvernig skipta eigi mögulegum framtíðarávinningi.“ Stjórn Stork hefur hins vegar lýst yfir stuðningi sínum við tilboð Candover og tengt þann stuðning yfirlýsingum um að ekki stæði til að brjóta félagið upp. Muller segir LME treysta því að yfirtaka Candover gangi ekki eftir að jafnframt verði komist hjá því að greiða Candover 15 milljónir evra vegna samningsrofs gangi hún ekki eftir. Er það meðal annars til að komast hjá slíkri greiðslu sem LME er talið bíða með að koma fram með eigið yfirtökutilboð. Yfirtökutilboð Candover rennur út 4. næsta mánaðar, en viðbúið er að félagið nýti heimild til að framlengja boðið um tvisvar hálfan mánuð. LME hefur fjárfest í Stork fyrir um 500 milljónir evra, eða sem nemur tæpum 44 milljörðum króna. Fyrir helgi runnu út í sandinn viðræður milli LME og Stork en félagið hélt að sér höndum í frekari kaupum í félaginu á meðan. Töluverð velta var hins vegar með bréf Stork í gær og líkur á að eignarhlutur LME hafi skriðið yfir 35 prósenta markið. Félagið tilkynnti snemma í ágúst um að það væri komið í rúm 32 prósent, en er ekki tilkynningaskylt aftur fyrr en eignarhluturinn fer yfir 40 prósent. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Líklegt er talið að LME, eignahaldsfélag Marels, Eyris Invest og Landsbankans, geri eigið yfirtökutilboð í hollensku iðnsamstæðuna Stork þegar yfirtökutilboð breska fjárfestingarsjóðsins Candover í samstæðuna rennur út. Samkvæmt heimildum blaðsins vinnur LME að því þessa dagana að fá með sér í verkefnið fleiri fjárfesta, hollenska og alþjóðlega. LME er stærsti hluthafinn í Stork með yfir 32 prósenta eignarhlut. Á hluthafafundi Stork, sem haldinn var í gærmorgun til að kynna fyrirliggjandi yfirtökutilboð Candovers, sagði Maarten Muller, lögmaður LME, að félagið myndi ekki taka boðinu sem er upp á 47 evrur á hlut og útilokaði ekki að LME kæmi fram með sitt eigið yfirtökutilboð. Lögmaðurinn lýsti jafnframt furðu sinni á hvernig staðið hafi verið að yfirtökutilboði Candover án samráðs við stærsta hluthafann sem er LME. „Og þegar er ljóst að nær helmingur hluthafa hefur lýst yfir andstöðu sinni við tilboð Candover,“ sagði hann og benti á að aðkoma fjárfestingarsjóðs á borð við Candover benti jafnframt til þess að til stæði að undirbúa einingar félagsins fyrir sölu. „Þetta sýnir að umræður sem átt hafa sér stað á hluthafafundum á síðustu mánuðum hafa lítið haft með stefnu að gera eða grundvallarreglur, heldur hafi fremur snúist um tímastetningu og síðar hvernig skipta eigi mögulegum framtíðarávinningi.“ Stjórn Stork hefur hins vegar lýst yfir stuðningi sínum við tilboð Candover og tengt þann stuðning yfirlýsingum um að ekki stæði til að brjóta félagið upp. Muller segir LME treysta því að yfirtaka Candover gangi ekki eftir að jafnframt verði komist hjá því að greiða Candover 15 milljónir evra vegna samningsrofs gangi hún ekki eftir. Er það meðal annars til að komast hjá slíkri greiðslu sem LME er talið bíða með að koma fram með eigið yfirtökutilboð. Yfirtökutilboð Candover rennur út 4. næsta mánaðar, en viðbúið er að félagið nýti heimild til að framlengja boðið um tvisvar hálfan mánuð. LME hefur fjárfest í Stork fyrir um 500 milljónir evra, eða sem nemur tæpum 44 milljörðum króna. Fyrir helgi runnu út í sandinn viðræður milli LME og Stork en félagið hélt að sér höndum í frekari kaupum í félaginu á meðan. Töluverð velta var hins vegar með bréf Stork í gær og líkur á að eignarhlutur LME hafi skriðið yfir 35 prósenta markið. Félagið tilkynnti snemma í ágúst um að það væri komið í rúm 32 prósent, en er ekki tilkynningaskylt aftur fyrr en eignarhluturinn fer yfir 40 prósent.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun