Viðskipti innlent

Breytingar á leiðakerfi hjá Icelandair

Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, segir að verið sé að fínstilla leiðarkerfið.
Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, segir að verið sé að fínstilla leiðarkerfið.

Icelandair mun breyta áherslum í flugi sínu vestur um haf á næsta ári. Reglulegt áætlunarflug hefst til Toronto í maí, en flugi verður hætt til Baltimore í vetur. Morgunflugi til Boston og New York, sem tekið var upp á síðasta sumri verður haldið áfram í sumar. Lítillega verður bætt við framboð til London á árinu. Flug til Baltimore mun hætta frá og með 13. janúar 2008, en flug til Toronto mun hefjast 2. maí 2008.

„Við erum í heild að bjóða upp á svipaða áætlun og á yfirstandandi ári, en gerum ákveðna breytingu í fluginu vestur um haf með því að færa okkur til Toronto í Kanada frá Baltimore," segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair. Hann segir að verið sé að fínstilla leiðakerfi og framboð með áherslu á arðsemi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×