Viðskipti innlent

SPRON hækkaði mest allra í dag

Guðmundur Hauksson og hans fólk hjá SPRON hljóta að gleðjast yfir hækkun dagsins hjá sínu félagi sem var sú hæsta í Kauphöllinni í dag.
Guðmundur Hauksson og hans fólk hjá SPRON hljóta að gleðjast yfir hækkun dagsins hjá sínu félagi sem var sú hæsta í Kauphöllinni í dag.

SPRON hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag eða um 1,19%. Flaga Group lækkaði mest allra félaga en það lækkaði um 6,5% Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,41% og var 6406 stig í lok dags.

Önnur félög sem hækkuðu voru Marel um 0,5%, Alfesca um 0,4% og Teymi og Eimskip um 0,3%.

FL Group lækkaði um 1,9% og var lokagengi félagsins 15,30. Exista og Straumur-Burðarás lækkuðu um 1,3% hvort og Atorka um 1%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×