Viðskipti innlent

Eimskip fær þriðja nýja fyrstiskipið á einu og hálfu ári

Eimskip-CTG í Noregi tók í dag við nýju frystiskipi. Það er þriðja nýja frystiskipið sem félagið fær afhent á einu og hálfu ári. Fram kemur í tilkynningu að þar að auki séu þrjú önnur frystiskip í smíðum fyrir félagið.

Heildarfjárfestingin í þessum sex skipum nemur um átta milljörðum króna og með tilkomu þeirra rúmlega tvöfaldast afkastageta Eimskip-CTG. Kaupin eru liður í því markmiði félagsins að vera leiðandi í flutningum á Norður-Atlantshafi. Skipið sem afhent var í dag var byggt í Noregi. Það hefur ekki enn fengið nafn en verður nefnt eftir fossi í samræmi við hefð Eimskips í Reykjavík í byrjun júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×