Viðskipti innlent

Spá háum stýrivöxtum

MYND/365

Viðskiptahallinn mun dragast hratt saman á yfirstandandi ári en stýrivextir haldast háir samkvæmt spá vefrits fjármálaráðuneytisins. Ekki er talin mikil hætta að krónan muni falla í verði á næstunni.

Í vefritinu kemur fram að snaraukinn viðskiptahalli á síðasta ári leiddi til lækkunar á gengi krónunnar. Í kjölfarið voru stýrivextir hækkaðir frekar sem hafði þau áhrif að útgáfa krónubréfa hófst á ný og gengið styrktist.

Spáir fjármálaráðuneytið því að viðskiptahalli muni dragast hratt saman á yfirstandandi ári en að stýrivextir haldist tiltölulega hári. Þá segir ennfremur í ritinu að miðað við þá stöðu megi draga þá ályktun að minni hætta sé en meiri á því að gengi krónunnar falli af þeirri ástæðu að fjárfestar telji stýrivexti of lága með hliðjón af viðskiptahallanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×