Viðskipti erlent

Nasdaq að kaupa OMX?

MYND/Stefán

Nasdaq kauphöllin í New York mun tilkynna á morgun um kaup á norrænu kauphöllinni OMX. Frá þessu greinir Reuters fréttastofan og hefur eftir heimildarmönnum í innsta hring. Nú fyrr í kvöld voru viðskipti með bréf Nasdaq stöðvuð, en viðskipti með bréf í OMX voru stöðvuð fyrr í dag.

Reuters segir að talsmenn OMX neiti að tjá sig að svo stöddu um málið og ekki hefur verið gefin skýring á því hvers vegna viðskipti með hlutabréf Nasdac hafa verið stöðvuð.

Kaup Nasdaq á OMX myndu styrkja stöðu Nasdaq í Evrópu en fyrr á árinu gerði Kauphöllin tilraun til að kaupa Kauphöllina í London sem fór út um þúfur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×