Íslenska landsliðið í handknattleik steinlá fyrir Úkraínu 32-29 í leik liðanna í B-riðli heimsmeistaramótsins í dag. Íslenska liðið var yfir 13-12 í hálfleik, en sá aldrei til sólar í þeim síðari, hvorki í vörn né sókn.
Ljóst er að þessi úrslit eru gríðarleg vonbrigði fyrir íslenska liðið og nú eru möguleikar liðsins um að komast í milliriðil algjörlega háðir því að liðið leggi heimsklassalið Frakka í næsta leik, en þar verður við ramman reip að draga.
Alexander Petersson skoraði 7 mörk fyrir íslenska liðið, Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 6 mörk, þar af 5 úr vítum, Guðjón Valur Sigurðsson 5 og Ólafur Stefánsson 4, þar af 3 úr vítum. Vignir Svavarsson, Sigfús Sigurðsson og Arnór Atlason skoruðu eitt mark hver.
Ísland tapaði fyrir Úkraínu

Mest lesið





Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í
Enski boltinn

Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum
Íslenski boltinn


Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið
Enski boltinn

