Innlent

Kærir vefsíðuna barnarperrar.is

Borið hefur á því í, í kjölfar umfjöllunar Kompáss um barnaníðinga, að einstaklingar hafi upp á sitt einsdæmi reynt að veiða menn í gildru og varar lögregla við því. Um helgina var kæra lögð fram gegn tveimur ungum mönnum sem stóðu að vefsíðunni barnaperrar.is. Ætlun þeirra var að ná fullorðnum mönnum sem stunda það að leita eftir kynferðislegusambandi við börn. Þeir settu inn auglýsingu frá stúlkum og báðu mennina um myndir sem þeir svo birtu á vefsíðunni. Þar birtist meðal annars andlitsmynd af manni sem lagði fram kæru hjá lögreglu, kvaðst alsaklaus og ekki hafa haft nokkur samskipti við tálbeiturnar. Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri tekur fram að lögregla þiggi allar upplýsingar og ábendingar sem fólk telur sig hafa um barnaníðinga, en varar við því að fólk taki lögin í sínar hendur, enda geti slíkt snúist upp í andhverfu sína og orðið refsivert athæfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×