Versni horfur hækka vextir 9. febrúar 2007 09:05 Seðlabanki Íslands. Mynd/Heiða Seðlabankinn víkur sér ekki undan því að hækka stýrivexti enn frekar versni verðbólguhorfur, að sögn Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Bankastjórnin kynnti í gær ákvörðun sína um að stýrivextir skuli vera óbreyttir í 14,25 prósentum enn um sinn. „Verðbólga hefur hjaðnað og verðbólguhorfur til skamms tíma batnað og eru nú betri en gert var ráð fyrir í síðustu spá bankans. Verðbólga er þó enn sem fyrr langt yfir verðbólgumarkmiði bankans," segir Davíð og telur núverandi vexti kunna að duga til þess að verðbólgumarkmiði verði náð á ásættanlegum tíma. Davíð segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hversu hratt stýrivextir verði lækkaðir þegar efnahagslegar forsendur heimili slíkar aðgerðir. „Bankinn hefur ekki tekið neina ákvörðun um að vaxtalækkunarferill sé hafinn heldur horfir til þess að enn er víða undirliggjandi þrýstingur og ójafnvægi í þjóðarbúskapnum," segir hann. Helst er horft til þess að gríðarlegur viðskiptahalli feli í sér að stöðugleiki krónunnar sé háður vilja alþjóðlegra fjárfesta og lánardrottna til að fjármagna hann. „Reynslan sýnir að jafnvel hóflegar breytingar á alþjóðlegum fjármálaskilyrðum geta valdið verulegum sveiflum á gengi gjaldmiðla. Leiddu slíkar breytingar til lækkunar á gengi krónunnar myndu verðbólguhorfur versna á ný." Þá telur Davíð ekki hægt að leggja mál upp með þeim hætti að bankinn óttist að fara inn í næstu uppsveiflu með hátt stýrivaxtastig. „Bankinn vill auðvitað gjarnan hafa náð markmiðum sínum þegar og ef til nýrrar uppsveiflu kemur," segir hann, en bendir á að fyrst og fremst sé bankinn að fást við horfurnar eins og þær blasi við nú. Þannig er til dæmis ekki tekið tillit til stækkunar álversins í Straumsvík, enda eiga Hafnfirðingar enn eftir að kjósa um hana. „Það gæti hins vegar verið hagfellt fyrir efnahagslífið okkar að næsta uppsveifla kæmi á hóflegum hraða," segir Davíð. Seðlabankinn birtir næstu ákvörðun um stýrivexti 29. mars, samhliða birtingu þjóðhags- og verðbólguspár í Peningamálum, efnahagsriti bankans. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Seðlabankinn víkur sér ekki undan því að hækka stýrivexti enn frekar versni verðbólguhorfur, að sögn Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Bankastjórnin kynnti í gær ákvörðun sína um að stýrivextir skuli vera óbreyttir í 14,25 prósentum enn um sinn. „Verðbólga hefur hjaðnað og verðbólguhorfur til skamms tíma batnað og eru nú betri en gert var ráð fyrir í síðustu spá bankans. Verðbólga er þó enn sem fyrr langt yfir verðbólgumarkmiði bankans," segir Davíð og telur núverandi vexti kunna að duga til þess að verðbólgumarkmiði verði náð á ásættanlegum tíma. Davíð segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hversu hratt stýrivextir verði lækkaðir þegar efnahagslegar forsendur heimili slíkar aðgerðir. „Bankinn hefur ekki tekið neina ákvörðun um að vaxtalækkunarferill sé hafinn heldur horfir til þess að enn er víða undirliggjandi þrýstingur og ójafnvægi í þjóðarbúskapnum," segir hann. Helst er horft til þess að gríðarlegur viðskiptahalli feli í sér að stöðugleiki krónunnar sé háður vilja alþjóðlegra fjárfesta og lánardrottna til að fjármagna hann. „Reynslan sýnir að jafnvel hóflegar breytingar á alþjóðlegum fjármálaskilyrðum geta valdið verulegum sveiflum á gengi gjaldmiðla. Leiddu slíkar breytingar til lækkunar á gengi krónunnar myndu verðbólguhorfur versna á ný." Þá telur Davíð ekki hægt að leggja mál upp með þeim hætti að bankinn óttist að fara inn í næstu uppsveiflu með hátt stýrivaxtastig. „Bankinn vill auðvitað gjarnan hafa náð markmiðum sínum þegar og ef til nýrrar uppsveiflu kemur," segir hann, en bendir á að fyrst og fremst sé bankinn að fást við horfurnar eins og þær blasi við nú. Þannig er til dæmis ekki tekið tillit til stækkunar álversins í Straumsvík, enda eiga Hafnfirðingar enn eftir að kjósa um hana. „Það gæti hins vegar verið hagfellt fyrir efnahagslífið okkar að næsta uppsveifla kæmi á hóflegum hraða," segir Davíð. Seðlabankinn birtir næstu ákvörðun um stýrivexti 29. mars, samhliða birtingu þjóðhags- og verðbólguspár í Peningamálum, efnahagsriti bankans.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira