Viðskipti erlent

Murdoch býður 335 milljarða króna í Wall Street Journal

MYND/AFP

Fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch hefur gert 335 milljarða króna kauptilboð í fjölmiðlafyrirtækið Dow Jones & Co, sem á rekur bandaríska dagblaðið Wall Street Journal. Gangi kaupin eftir verður fjölmiðlafyrirtæki Murdochs komið með yfirburðarstöðu í viðskiptatengdum fréttaflutningi.

Hlutabréf í Dow Jones & Co. hækkuð töluvert á mörkuðum í Bandaríkjunum í dag í kjölfar kauptilboðsins en að sama skapi féllu hlutabréf í fjölmiðlafyrirtæki Murdochs um 2,46 prósent.

Murdoch hefur áður tilkynnt þá áætlun sína að koma á fót sjónvarpsfréttarás sem mun eingöngu flytja fréttir úr viðskiptalífinu í samkeppni við sjónvarpstöðina CNBC. Það er mat sérfræðinga að nái Murdoch að kaupa Wall Street Journal verði það verulegt áfall fyrir CNBC en stöðin hefur hingað til stuðst mikið við fréttaflutning Wall Street Journal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×