Fengið að láni frá börnunum Svandís Svavarsdóttir skrifar 21. febrúar 2007 05:00 Staða barna er okkur Vinstri grænum sérlega hugleikin. Að okkar mati er það samfélagslegt verkefni að skapa öllum börnum skilyrði til að þroskast og menntast. Við eigum að gefa þeim tækifæri til að þroska hæfileika sína óháð efnahag og félagslegum aðstæðum. Mannsæmandi kjör koma börnum nefnilega heilmikið við. Lægstu laun eru fyrir neðan allar hellur og börn á heimilum öryrkja búa mörg hver við algjöra fátækt. Það gefur augaleið að á slíkum heimilum eru ekki aurar fyrir grunnþörfum nútímasamfélagsins, eins og þátttöku í íþróttum og tómstundastarfi. Stéttaskipting verður til þegar á barnsaldri þegar skólamaturinn er dýr og önnur félagsleg aðgreining skammt undan. Enn ríkir umtalsverður kynbundinn launamunur og kynbundið ofbeldi er alltof algengt. Tækifæri karla og kvenna - stelpna og stráka, eru hvergi nærri jafnmikil. Með því að leggja stóraukna áherslu á kynjajafnréttisumræðu, jafnréttisfræðslu á öllum stigum skólagöngunnar og auka vægi kvenfrelsis hvarvetnaí samfélaginu leggjum við grunn að jafnrétti kynjanna. Að dætur okkar eigi sömu möguleika í lífinu og synir okkar. Innflytjendur eru hluti af samfélaginu og eiga að vera þáttakendur í því að móta það og skapa. Til þess að þeim sé það að unnt þurfum við að læra þeirra siði og þeir okkar. Við þurfum ekki aðeins að bera virðingu fyrir móðurmáli hvers og eins í skólunum, heldur líka menningu þeirra og siðum. Og við þurfum að muna eftir að kenna innflytjendum ekki aðeins íslensku heldur einnig íslenska siði, sögu, gildismat og menningu í fortíð og nútíð. List- og verknám verður að fá meira rými í grunnmenntun til að allir fái notið sinna hæfileika og getu. Þannig sköpum við glaða þjóð með sterka og öfluga sjálfsmynd. Skólakerfi sem leggur áherslu á styrkleika nemenda en ekki veikleika þeirra er manneskjulegra, fjölbreyttara og öflugra en það sem við búum við nú. Eitt stórt og kjarkmikið skref í þá átt er að afleggja samræmd próf og taka upp annað og markvissara mat á skólastarfi. Auk þess þarf að losa skólann undan viðjum aðalnámskrár til að okkar góðu kennarar og fagfólk í skólaumhverfinu fái notið sinnar menntunar og reynslu með því að koma til móts við hvern og einn nemanda á forsendum viðkomandi. Jöfnuður og fjölbreytni eru hér lykilorðin. Barnalýðræði er einn angi aukins lýðræðis, þátttöku og sköpunar í samfélagi. Við ættum að hlusta á börnin í ríkari mæli, með því að tala við börnin beint og gefa þeim svigrúm og tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þannig getum við skilið og skynjað hvernig þeim líður við fjölbreyttar aðstæður. Barnapólitík hverfist öll um hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar eða þá hugsun að við höfum jörðina að láni frá börnunum okkar og berum ríka skyldu til þess að skila henni jafngóðri til þeirra. Barnapólitík snýst því um að gera framtíð barnanna okkar sem allra bjartasta. Þannig framtíð vilja Vinstri græn. Höfundur er borgarfulltrúi vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Staða barna er okkur Vinstri grænum sérlega hugleikin. Að okkar mati er það samfélagslegt verkefni að skapa öllum börnum skilyrði til að þroskast og menntast. Við eigum að gefa þeim tækifæri til að þroska hæfileika sína óháð efnahag og félagslegum aðstæðum. Mannsæmandi kjör koma börnum nefnilega heilmikið við. Lægstu laun eru fyrir neðan allar hellur og börn á heimilum öryrkja búa mörg hver við algjöra fátækt. Það gefur augaleið að á slíkum heimilum eru ekki aurar fyrir grunnþörfum nútímasamfélagsins, eins og þátttöku í íþróttum og tómstundastarfi. Stéttaskipting verður til þegar á barnsaldri þegar skólamaturinn er dýr og önnur félagsleg aðgreining skammt undan. Enn ríkir umtalsverður kynbundinn launamunur og kynbundið ofbeldi er alltof algengt. Tækifæri karla og kvenna - stelpna og stráka, eru hvergi nærri jafnmikil. Með því að leggja stóraukna áherslu á kynjajafnréttisumræðu, jafnréttisfræðslu á öllum stigum skólagöngunnar og auka vægi kvenfrelsis hvarvetnaí samfélaginu leggjum við grunn að jafnrétti kynjanna. Að dætur okkar eigi sömu möguleika í lífinu og synir okkar. Innflytjendur eru hluti af samfélaginu og eiga að vera þáttakendur í því að móta það og skapa. Til þess að þeim sé það að unnt þurfum við að læra þeirra siði og þeir okkar. Við þurfum ekki aðeins að bera virðingu fyrir móðurmáli hvers og eins í skólunum, heldur líka menningu þeirra og siðum. Og við þurfum að muna eftir að kenna innflytjendum ekki aðeins íslensku heldur einnig íslenska siði, sögu, gildismat og menningu í fortíð og nútíð. List- og verknám verður að fá meira rými í grunnmenntun til að allir fái notið sinna hæfileika og getu. Þannig sköpum við glaða þjóð með sterka og öfluga sjálfsmynd. Skólakerfi sem leggur áherslu á styrkleika nemenda en ekki veikleika þeirra er manneskjulegra, fjölbreyttara og öflugra en það sem við búum við nú. Eitt stórt og kjarkmikið skref í þá átt er að afleggja samræmd próf og taka upp annað og markvissara mat á skólastarfi. Auk þess þarf að losa skólann undan viðjum aðalnámskrár til að okkar góðu kennarar og fagfólk í skólaumhverfinu fái notið sinnar menntunar og reynslu með því að koma til móts við hvern og einn nemanda á forsendum viðkomandi. Jöfnuður og fjölbreytni eru hér lykilorðin. Barnalýðræði er einn angi aukins lýðræðis, þátttöku og sköpunar í samfélagi. Við ættum að hlusta á börnin í ríkari mæli, með því að tala við börnin beint og gefa þeim svigrúm og tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þannig getum við skilið og skynjað hvernig þeim líður við fjölbreyttar aðstæður. Barnapólitík hverfist öll um hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar eða þá hugsun að við höfum jörðina að láni frá börnunum okkar og berum ríka skyldu til þess að skila henni jafngóðri til þeirra. Barnapólitík snýst því um að gera framtíð barnanna okkar sem allra bjartasta. Þannig framtíð vilja Vinstri græn. Höfundur er borgarfulltrúi vinstri grænna.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar