Viðskipti innlent

Þrjár leiðir færar í evruskráningu

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands.
Deutsche Bank hefur verið orðaður við uppgjör evruhlutabréfa í lok hvers viðskiptadags í Kauphöllinni.

Bankinn sem tekur að sér verkið hefur af því nokkrar tekjur en einnig kostnað. Sérstök samráðsnefnd fer yfir kostina sem í boði eru en nokkur félög í Kauphöllinni stefna á að færa bréf sín yfir í evrur á árinu.

Þrjár leiðir eru sagðar færar, að Seðlabanki Íslands eða innlendur viðskiptabanki taki að sér verkið, farið verði í gegn um dönsku verðbréfaskráninguna, eða að erlendur viðskiptabanki, svo sem Deutsche Bank annist uppgjörið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×