Viðskipti erlent

Wall Street réttir úr kútnum

Eftir miklar lækkanir síðustu daga virðist bandaríski fjármálamarkaðurinn vera að rétta úr kútnum. Lækkanir urður á Dow og Nasdaq vísitölunum í dag en engan veginn eins miklar og undanfarið. Dow lækkaði um 0.12 prósent og Nasdaq um 0.32 prósent. S&P 500 vísitalan hækkaði hins vegar í dag um 0.32 prósent.

Líklegt má telja að viðsnúninginn megi að miklu leyti rekja til þess að menn sjái sóknarfæri í því að kaupa hlutabréf í kjölfar lækkana undanfarið. Þá hefur 17 milljarða dala innspýting bandaríska seðlabankans haft sitt að segja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×