Verulega samlegð þarf til að réttlæta kaupin 7. febrúar 2007 06:15 Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Bjarni Ármannsson segir að kaup Glitnis á tæpum 70 prósenta hlut í finnska fjármálafyrirtækinu FIM Group séu í góðu samræmi við þá stefnu bankans að vaxa á Norðurlöndum og í Bretlandi sem og að fjárfesta í fyrirtækjaráðgjöf og fyrirtækjaþjónustu, eignastýringu og verðbréfaviðskiptum. „Þetta er mjög spennandi tækifæri og nýr markaður sem gefur okkur bæði stökkpall til frekari vaxtar og áhættudreifingar.“ Og þá er ekki síður mikilvægt að Glitnir fær til liðs við sig hóp af reyndu fólki sem hefur skuldbundið sig til að vinna áfram fyrir samstæðuna í ákveðinn tíma. Kaupin á FIM er níundu kaupin sem Glitnir tekst á hendur á síðustu tveimur og hálfu ári og þau fjórðu stærstu í sögu íslensks fjármálafyrirtækis miðað við að greiddir verði 30 milljarðar fyrir allt hlutaféð. Hagræðingartækifæri og samlegðaráhrif blasa við að mati Bjarna. „Á næstu tveimur árum eigum við að geta aukið verulega tekjur og hagnað FIM, með innri vexti og með því að nýta innviði Glitnis.“ Eiginfjárhlutfall (CAD) verður líklega 14,6 prósent að viðskiptum loknum sem er hátt hlutfall að mati stjórnenda bankans. „Fjárhagslegur styrkur bankans til innri vaxtar er enn mikill,“ segir Bjarni. Greiningardeildir Kaupþings og Landsbankans telja kauðverðið vera í hærra lagi en Glitnir greiðir þrjátíu prósenta yfirverð fyrir hlutinn í FIM. Bjarni viðurkennir að bankinn fái engan afslátt frá seljendum. „Það að koma sér fyrir á nýjum og stórum markaði með afgerandi hætti er alltaf erfitt. Hins vegar verður verðið, og jafnvel þó það væri eitthvað lægra, ekki réttlætanlegt með öðru en að við náum verulegum samlegðaráhrifum út úr kaupunum.“ Bjarni segir að tvö veigamikil atriði skipti mestu við þessa fjárfestingu Glitnis. Bankanum tekst að nýta eigin dreifikerfi í Noregi, Svíþjóð og á Íslandi fyrir verðbréfasjóði FIM Group þannig að viðskiptavinir beggja félaga geti nýtt sér þjónustu hvors annars. Hitt sem skiptir miklu máli er að Glitnir sér tækifæri í því að krossa yfir landamæri með verðbréfaviðskipti og greiningar en eftir kaupin verður Glitnir einn af þremur stærstu þátttakendunum á norrænnum verðbréfamarkaði. „Þetta fyrirtæki er með víðtækustu greiningu á fyrirtækjum í Finnlandi, það er litlum og meðalstórum fyrirtækjum.“ Auk sjóðastýringar og verðbréfamiðlunar rekur FIM fyrirtækjaráðgjöf og starfrækir útibú í Rússlandi sem skapa ýmsa möguleika. „Við munum fara varlega á rússneska markaðnum á meðan við erum að kynnast honum eins og við gerum á öðrum nýjum svæðum.“ Þetta gefur Glitni færi á að bjóða viðskiptavinum sínum í Bretlandi og Svíþjóð aðgang að rússneskum hlutabréfum sem ekki hefur verið hægt hingað til. Bjarni er spurður að því hvort næstu mið Glitnis verði á Eystrasaltssvæðinu. „Við erum með töluverða verðbréfamiðlun á því svæði. Það er alveg ljóst að það eru geysileg vaxtartækifæri inn á Eystrasaltslöndin og austur eftir,“ en bætir við að yfirtakan á FIM sé stór og það muni taka tíma að vinna úr henni og fikra sig áfram. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Bjarni Ármannsson segir að kaup Glitnis á tæpum 70 prósenta hlut í finnska fjármálafyrirtækinu FIM Group séu í góðu samræmi við þá stefnu bankans að vaxa á Norðurlöndum og í Bretlandi sem og að fjárfesta í fyrirtækjaráðgjöf og fyrirtækjaþjónustu, eignastýringu og verðbréfaviðskiptum. „Þetta er mjög spennandi tækifæri og nýr markaður sem gefur okkur bæði stökkpall til frekari vaxtar og áhættudreifingar.“ Og þá er ekki síður mikilvægt að Glitnir fær til liðs við sig hóp af reyndu fólki sem hefur skuldbundið sig til að vinna áfram fyrir samstæðuna í ákveðinn tíma. Kaupin á FIM er níundu kaupin sem Glitnir tekst á hendur á síðustu tveimur og hálfu ári og þau fjórðu stærstu í sögu íslensks fjármálafyrirtækis miðað við að greiddir verði 30 milljarðar fyrir allt hlutaféð. Hagræðingartækifæri og samlegðaráhrif blasa við að mati Bjarna. „Á næstu tveimur árum eigum við að geta aukið verulega tekjur og hagnað FIM, með innri vexti og með því að nýta innviði Glitnis.“ Eiginfjárhlutfall (CAD) verður líklega 14,6 prósent að viðskiptum loknum sem er hátt hlutfall að mati stjórnenda bankans. „Fjárhagslegur styrkur bankans til innri vaxtar er enn mikill,“ segir Bjarni. Greiningardeildir Kaupþings og Landsbankans telja kauðverðið vera í hærra lagi en Glitnir greiðir þrjátíu prósenta yfirverð fyrir hlutinn í FIM. Bjarni viðurkennir að bankinn fái engan afslátt frá seljendum. „Það að koma sér fyrir á nýjum og stórum markaði með afgerandi hætti er alltaf erfitt. Hins vegar verður verðið, og jafnvel þó það væri eitthvað lægra, ekki réttlætanlegt með öðru en að við náum verulegum samlegðaráhrifum út úr kaupunum.“ Bjarni segir að tvö veigamikil atriði skipti mestu við þessa fjárfestingu Glitnis. Bankanum tekst að nýta eigin dreifikerfi í Noregi, Svíþjóð og á Íslandi fyrir verðbréfasjóði FIM Group þannig að viðskiptavinir beggja félaga geti nýtt sér þjónustu hvors annars. Hitt sem skiptir miklu máli er að Glitnir sér tækifæri í því að krossa yfir landamæri með verðbréfaviðskipti og greiningar en eftir kaupin verður Glitnir einn af þremur stærstu þátttakendunum á norrænnum verðbréfamarkaði. „Þetta fyrirtæki er með víðtækustu greiningu á fyrirtækjum í Finnlandi, það er litlum og meðalstórum fyrirtækjum.“ Auk sjóðastýringar og verðbréfamiðlunar rekur FIM fyrirtækjaráðgjöf og starfrækir útibú í Rússlandi sem skapa ýmsa möguleika. „Við munum fara varlega á rússneska markaðnum á meðan við erum að kynnast honum eins og við gerum á öðrum nýjum svæðum.“ Þetta gefur Glitni færi á að bjóða viðskiptavinum sínum í Bretlandi og Svíþjóð aðgang að rússneskum hlutabréfum sem ekki hefur verið hægt hingað til. Bjarni er spurður að því hvort næstu mið Glitnis verði á Eystrasaltssvæðinu. „Við erum með töluverða verðbréfamiðlun á því svæði. Það er alveg ljóst að það eru geysileg vaxtartækifæri inn á Eystrasaltslöndin og austur eftir,“ en bætir við að yfirtakan á FIM sé stór og það muni taka tíma að vinna úr henni og fikra sig áfram.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira