Viðskipti innlent

Hagnast á orðrómi

Unity Investments, breskt fjárfestingarfélag í eigu FL Group, Baugs og Kevins Stanford, fyrrverandi eiganda fatakeðjunnar Karen Millen, hagnaðist um 2,7 milljarða króna með sölu á 1,26 prósenta hlut sínum í bresku verslanakeðjunni Sainsbury á föstudag í síðustu viku.

Ekki liggur fyrir hvenær hluturinn var keyptur en lengi hefur verið ýjað að kaupum Baugs og Unity á bréfum í Sainsbury.

Orðrómur hefur verið uppi um að hópur fjárfesta hafi hug á því að gera yfirtökutilboð í keðjuna. Þrír fjárfestingarsjóðir staðfestu það á föstudag og rauk gengi bréfa í Sainsbury upp um tæp fjórtán prósent síðar sama dag.

Sainbury er metið á um tíu milljarða punda, jafnvirði um 1.350 milljarða íslenskra króna. Ef af yfirtöku verður er um stærstu fyrirtækjakaup í Bretlandi að ræða, að sögn Telegraph, sem þó segir að enn hafi ekkert tilboð verið lagt fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×