Fasteignir og ferðamennska 7. febrúar 2007 05:30 Starf Wojciechs felst í að leita viðskiptatækifæra í útlöndum fyrir íslenska leikjalausnafyrirtækið Betware. MYND/GVA Wojciech Bachorski starfar hjá íslenska fyrirtækinu Betware sem er sérhæft í leikjalausnum af ýmsu tagi fyrir netið. Betware vinnur með fyrirtækjum víðs vegar um heim sem hafa leyfi til að reka ríkislottó. Meðal viðskiptavina fyrirtækisins er til að mynda Íslensk getspá með vefsíðu sína. Wojciech starfar á markaðsdeild Betware og gegnir því hlutverki að leita uppi viðskiptatækifæri víða um heim. Fyrirtækið hefur þegar starfsemi í Kanada og Danmörku og leitar frekari tækifæra í Evrópu og Norður-Evrópu. Um þessar mundir er fyrirtækið að skoða pólska markaðinn og hefur jafnvel í hyggju að opna skrifstofu þar sem yrði sérhæfð í forritun. Þarna er Wojciech á heimavelli enda er hann pólskur í húð og hár.Spilar blak með StjörnunniFerðalög eru tíð í starfi Wojciechs hjá Betware. Það leiðist honum ekki enda hefur hann allt frá unglingsaldri ferðast mikið. Státar hann af því að hafa komið til meira en þrjátíu landa og allra heimsálfa, að Suðurskautslandinu undanskildu. Í einhverju af öllum þeim löndum sem hann ferðaðist til bjóst hann sennilega frekar við að setjast að en á Íslandi. Það var í hans tilfelli, eins og svo margra annarra sem setjast að hér á landi, fyrir tilstilli íslenskrar konu, Hildar Bjarnadóttur, sem hann kynntist við nám í viðskipta- og tölvunarfræði í Chicago í Bandaríkjunum.Henni fylgdi hann hingað til lands og síðan er liðið eitt og hálft ár. Hér kann hann vel við sig, kann vel að meta vinnuna sína, spilar bæði og þjálfar blak með Stjörnunni og hefur kynnst mörgu góðu fólki. Hann viðurkennir þó að hann sakni þess stundum að komast í meira líf og fjölbreytileika en hér er að finna, án þess að þurfa að leggja á sig flugferð til þess.Sérstakt samband milli Íslands og PóllandsÍslendingar og Pólverjar hafa átt í nokkuð löngu og jafnframt sérstöku sambandi. Pólverjar fóru fyrst fyrir alvöru að flytja til Íslands vegna tengsla við skipasmíðastöðvar íslenskra útgerðarmanna í Póllandi á níunda áratugnum. Þegar fór að vanta starfsfólk í fiskvinnslu hér á landi komu tengslin við skipasmíðastöðvarnar í Póllandi sér vel. Þannig hófst samband Pólverja og Íslendinga fyrir alvöru.Í dag eru þeir langstærsti minnihlutahópur landsins. Rúmlega tvö prósent heildarfólksfjöldans á Íslandi eiga rætur sínar að rekja til Póllands, eða um 6.500 manns. Einkennandi er að þeir hafa dreifst mun víðar um landið en innflytjendur frá öðrum löndum. Sennilega eru þau teljandi á fingrum annarrar handar, plássin þar sem engir eru Pólverjarnir.Vöruskipti milli Íslands og Póllands hafa vaxið í takt við aukin samskipti. Á það sérstaklega við um innflutning sem hefur meira en tvöfaldast frá aldamótum. Á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2006 nam innflutningur frá Póllandi 4.085 milljónum króna en útflutningur nam 1.528 milljónum króna.Tækifæri á fasteignamarkaðiWojciech segir Pólland hafa breyst svo gríðarlega á undanförnum tíu árum að það minni að mörgu leyti á annan heim. Frá hruni kommúnismans í Austur-Evrópu hafa miklar efnahagsframfarir orðið í landinu sem hafa aukist enn eftir að Pólland gekk í Evrópusambandið árið 2004. Wojciech fylgist náið með þróun mála í heimalandinu.Af fjárfestingatækifærum þar telur hann fasteignamarkaðinn helst bjóða spennandi möguleika. Í fyrra keypti hann sjálfur íbúð í Varsjá, þar sem hann ólst upp. Hún hefur því sem næst tvöfaldast í verði síðan. „Tímabilið sem Pólland er að ganga í gegnum núna er ekki ósvipað því sem Spánn gekk í gegnum fyrir tíu árum síðan þegar það gekk í Evrópusambandið. Fasteignaverð á Spáni hefur margfaldast síðan þá. Þessari þróun hafa margir Spánverjar áttað sig á. Þess vegna koma þeir í stríðum straumum til Póllands til að fjárfesta á fasteignamarkaðnum.“Íbúðaverð í helstu borgum Póllands hefur þegar hækkað um hundrað prósent á síðustu tveimur árum. Wojciech telur markaðinn enn eiga töluverða hækkun inni en fjárfestingar utan stóru borganna séu ekki síður freistandi, þar sem markaðir eigi að mestu eftir að taka við sér. Ferðamennsku telur Wojciech jafnframt spennandi kost í viðskiptum milli Póllands og Íslands. „Pólland er enn þá að miklu leyti ósnert og ekki eins mettað af túrisma og mörg önnur Evrópulönd. Það sama má segja um Ísland. Pólverjar eru margir hverjir mjög áhugasamir um Ísland en lítið er um skipulagðar ferðir þaðan og öfugt.“ Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Wojciech Bachorski starfar hjá íslenska fyrirtækinu Betware sem er sérhæft í leikjalausnum af ýmsu tagi fyrir netið. Betware vinnur með fyrirtækjum víðs vegar um heim sem hafa leyfi til að reka ríkislottó. Meðal viðskiptavina fyrirtækisins er til að mynda Íslensk getspá með vefsíðu sína. Wojciech starfar á markaðsdeild Betware og gegnir því hlutverki að leita uppi viðskiptatækifæri víða um heim. Fyrirtækið hefur þegar starfsemi í Kanada og Danmörku og leitar frekari tækifæra í Evrópu og Norður-Evrópu. Um þessar mundir er fyrirtækið að skoða pólska markaðinn og hefur jafnvel í hyggju að opna skrifstofu þar sem yrði sérhæfð í forritun. Þarna er Wojciech á heimavelli enda er hann pólskur í húð og hár.Spilar blak með StjörnunniFerðalög eru tíð í starfi Wojciechs hjá Betware. Það leiðist honum ekki enda hefur hann allt frá unglingsaldri ferðast mikið. Státar hann af því að hafa komið til meira en þrjátíu landa og allra heimsálfa, að Suðurskautslandinu undanskildu. Í einhverju af öllum þeim löndum sem hann ferðaðist til bjóst hann sennilega frekar við að setjast að en á Íslandi. Það var í hans tilfelli, eins og svo margra annarra sem setjast að hér á landi, fyrir tilstilli íslenskrar konu, Hildar Bjarnadóttur, sem hann kynntist við nám í viðskipta- og tölvunarfræði í Chicago í Bandaríkjunum.Henni fylgdi hann hingað til lands og síðan er liðið eitt og hálft ár. Hér kann hann vel við sig, kann vel að meta vinnuna sína, spilar bæði og þjálfar blak með Stjörnunni og hefur kynnst mörgu góðu fólki. Hann viðurkennir þó að hann sakni þess stundum að komast í meira líf og fjölbreytileika en hér er að finna, án þess að þurfa að leggja á sig flugferð til þess.Sérstakt samband milli Íslands og PóllandsÍslendingar og Pólverjar hafa átt í nokkuð löngu og jafnframt sérstöku sambandi. Pólverjar fóru fyrst fyrir alvöru að flytja til Íslands vegna tengsla við skipasmíðastöðvar íslenskra útgerðarmanna í Póllandi á níunda áratugnum. Þegar fór að vanta starfsfólk í fiskvinnslu hér á landi komu tengslin við skipasmíðastöðvarnar í Póllandi sér vel. Þannig hófst samband Pólverja og Íslendinga fyrir alvöru.Í dag eru þeir langstærsti minnihlutahópur landsins. Rúmlega tvö prósent heildarfólksfjöldans á Íslandi eiga rætur sínar að rekja til Póllands, eða um 6.500 manns. Einkennandi er að þeir hafa dreifst mun víðar um landið en innflytjendur frá öðrum löndum. Sennilega eru þau teljandi á fingrum annarrar handar, plássin þar sem engir eru Pólverjarnir.Vöruskipti milli Íslands og Póllands hafa vaxið í takt við aukin samskipti. Á það sérstaklega við um innflutning sem hefur meira en tvöfaldast frá aldamótum. Á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2006 nam innflutningur frá Póllandi 4.085 milljónum króna en útflutningur nam 1.528 milljónum króna.Tækifæri á fasteignamarkaðiWojciech segir Pólland hafa breyst svo gríðarlega á undanförnum tíu árum að það minni að mörgu leyti á annan heim. Frá hruni kommúnismans í Austur-Evrópu hafa miklar efnahagsframfarir orðið í landinu sem hafa aukist enn eftir að Pólland gekk í Evrópusambandið árið 2004. Wojciech fylgist náið með þróun mála í heimalandinu.Af fjárfestingatækifærum þar telur hann fasteignamarkaðinn helst bjóða spennandi möguleika. Í fyrra keypti hann sjálfur íbúð í Varsjá, þar sem hann ólst upp. Hún hefur því sem næst tvöfaldast í verði síðan. „Tímabilið sem Pólland er að ganga í gegnum núna er ekki ósvipað því sem Spánn gekk í gegnum fyrir tíu árum síðan þegar það gekk í Evrópusambandið. Fasteignaverð á Spáni hefur margfaldast síðan þá. Þessari þróun hafa margir Spánverjar áttað sig á. Þess vegna koma þeir í stríðum straumum til Póllands til að fjárfesta á fasteignamarkaðnum.“Íbúðaverð í helstu borgum Póllands hefur þegar hækkað um hundrað prósent á síðustu tveimur árum. Wojciech telur markaðinn enn eiga töluverða hækkun inni en fjárfestingar utan stóru borganna séu ekki síður freistandi, þar sem markaðir eigi að mestu eftir að taka við sér. Ferðamennsku telur Wojciech jafnframt spennandi kost í viðskiptum milli Póllands og Íslands. „Pólland er enn þá að miklu leyti ósnert og ekki eins mettað af túrisma og mörg önnur Evrópulönd. Það sama má segja um Ísland. Pólverjar eru margir hverjir mjög áhugasamir um Ísland en lítið er um skipulagðar ferðir þaðan og öfugt.“
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun