Viðskipti innlent

Verðbólgan mælist 3,8 prósent

Húsnæði hækkar í verði.
Húsnæði hækkar í verði. MYND/VG

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,22 prósent frá fyrra mánuði og er nú 273 stig samkvæmt Hagstofunni. Þetta jafngildir 3,8 prósent verðbólgu síðastliðna 12 mánuði. Húsnæðiskostnaður jókst um 1,7 prósent þá aðallega vegna hækkunar á markaðsverði húsnæðis.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,8 prósent en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 1,2 prósent.

Þetta er talsvert meiri hækkun en greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð.

Á síðastliðnum þremur mánuðum hefur vísitalan hækkað 1,6 prósent sem jafngildir 6,6 prósent verðbólgu á ársgrundvelli.

Sumarútsölur eru víða í gangi og hafði áhrif til lækkun vísitölunnar um 9,3 prósent. Á móti hafa hækkanir á markaðsverði húsnæðis ýtt vísitölunni upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×