Viðskipti innlent

Mannabreytingar hjá Flugstöðinni

Bjarki Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fasteignasviðs Flugstöðvarinnar.
Bjarki Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fasteignasviðs Flugstöðvarinnar.

Bjarki Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fasteignasviðs Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og tekur til starfa hinn 1. september næstkomandi.



Bjarki er byggingatæknifræðingur að mennt og hefur átta ára reynslu af byggingastörfum auk þess að hafa starfað sem tæknimaður á sviði byggingaframkvæmda.



Stefán Jónsson, sem áður gegndi stöðu framkvæmdastjóra fasteignasviðs, færir sig um set innan fyrirtækisins og tekur við starfi aðstoðarmanns forstjóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×