Viðskipti innlent

Mikilvægt að lækka gengið

Vilhjálmur Egilsson Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir lækkun á gengi krónunnar mikilvæga mótvægisaðgerð til að vega upp á móti 130 þúsund tonna skerðingu á þorskkvóta.
Vilhjálmur Egilsson Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir lækkun á gengi krónunnar mikilvæga mótvægisaðgerð til að vega upp á móti 130 þúsund tonna skerðingu á þorskkvóta. Markaðurinn/Teitur

„Seðlabankinn er í stöðu til þess að lækka stýrivexti," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í pistli á heimasíðu samtakanna í gær en hann leggur áherslu á að gengi krónunnar lækki til að vega upp á móti skerðingu á þorskkvóta upp á 130 þúsund tonn sem tilkynnt var í síðustu viku. Slíkt væri mikilvægasta mótvægisaðgerðin.



Vilhjálmur segir bankann verða að losna úr sjálfheldu vaxtastefnu sinnar. Ekki fái staðist að gengi krónunnar skuli hækka þegar helsta útflutningsgreinin verði fyrir öðrum eins hremmingum og nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×