Lífið

Flugmaður gabbaði flugræningja

Einn farþeganna talar við fréttamenn á flugvellinum í Las Palmas.
Einn farþeganna talar við fréttamenn á flugvellinum í Las Palmas. MYND/AP

Flugmaður fugvélarinnar frá Air Mauritania sem rænt var í gær lenti vélinni mjög harkalega af ásettu ráði, til að áhöfn og farþegar gætu ráðið niðurlögum flugræningjans. Þegar flugmaðurinn áttaði sig á því að flugræninginn talaði ekki frönsku, lét hann farþegana vita um áætlun sína í hátalarakerfinu.

Maðurinn var yfirbugaður þegar hann datt í lendingunni á alþjóðaflugvellinum á Las Palmas á Kanaríeyjum.

Flugfreyjur hentu sjóðandi vatni á hann og tíu manns sneru hann niður.

Lögreglan á Mauritius kannar nú hvernig maðurinn komst með tvær hlaðnar byssur um borð í Boeing 737 vélina.

Flugræninginn lét til skarar skríða rétt eftir flugtak á Mauritius og krafðist þess að flogið yrði til Frakklands þar sem hann ætlaði að sækja um hæli.

Maðurinn mun hafa haldið byssu að höfði flugmannsins á meðan flugráninu stóð.

Tuttugu og einn farþegi slasaðist við lendinguna, þar á meðal ófrísk kona.

Þetta kemur fram á fréttavef BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.