Viðskipti innlent

N1 hagnast um 839 milljónir króna

MYND/Egill Bjarnason

N1 hagnaðist um 839 milljónir króna á fyrri helmingi ársins samanborið við 266 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. N1 varð til á árinu með sameiningu Olíufélagsins Esso og Bílanausts og tengdra félaga undir.

Tekjur félagsins á fyrri hluta ársins námu um 14 milljörðum og jukust um fjóra milljarða á milli ára. Þá námu eignir félagsins um 27,6 milljörðum og höfðu aukist um fimm miljarða frá áramótum. Heildarskuldir og skuldbindingar námu hins vegar rúmunm 9,3 milljörðum og þar af námu langtímaskuldir 9,1 milljarði.

Gert er ráð fyrir að rekstur félagsins verði í samræmi við rekstraráætlanir seinni hluta ársins ef ekki koma til neinar meiriháttar breytingar á ytri aðstæðum segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×