Viðskipti innlent

Líkur á vaxtahækkun í mánuðinum

Greiningadeild Kaupþings telur líkur á því að Seðlabankinn hækki stýrivexti þann 20. desember næstkomandi. Þetta kom fram í viðtali Björgvins Guðmundssonar við Ásdísi Kristjánsdóttur, sérfræðing hjá Kaupþingi við lokun markaða í dag. Máli sínu til stuðnings, bendir Ásdís á að einkaneyslu hafi aukist meira en gert var ráð fyrir og mikla verðbólgu.

Ásdís bendir þó á að Seðlabankinn muni einnig líta á aðra þætti. „Við erum að sjá að það eru lækkanir á hlutabréfamörkuðum. Og jafnframt erum við að sjá fram á kólnun á fasteignamarkaði og það er þegar að koma fram í veltutölum," segir Ásdís og leggur áherslu á að það sé að draga úr umsvifum í hagkerfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×