Tryggvi segir að viðræður um kaupin hafi verið í gangi í all nokkurn tíma. Hann telur að kaupin feli í sér spennandi tækifæri. Vaxtarmöguleikar Apple séu miklir. Hlutdeild fyrirtækisins á markaði með einkatölvur sé einungis um 3-4% á Norðurlöndunum sem sé mun minna en í Bandaríkjunum og á Íslandi. Þá segir hann að Apple sé sífellt með nýjar vörur í þróun og skemmst sé að minnast á iPhone sem komi á markað í Bandaríkjunum í lok mánaðarins. Ekki er vitað hvenær iPhone kemur út hér á landi.
Tryggvi segir ennfremur að vaxtarmöguleikar Humac ehf. séu miklir. Fyrirtækið skili hagnaði og veltan sé mikil. Hann sér því möguleika á því að fyrirtækið geti stækkað frekar á Bretlandsmarkaði og í Evrópu .
Að loknum þessum viðskiptum eru Sanderson ehf., Baugur Group ehf. og Grafít ehf. stærstu hluthafarnir með samtals um 87% hlutdeild í félaginu.