Viðskipti innlent

Bankarnir lækka í Kauphöllinni

Gengi bréfa í Föroya Banka hefur lækkað mest það sem af er degi í Kauphöllinni. Gengið stendur nú í 179 og hefur það lækkað um 4,28 prósent. Önnur félög hafa lækkað minna en bankarnir hafa flestir lækkað í dag, Straumur-Burðarás um 2,56 prósent, Glitnir i, 2,37 prósent og Spron um 2,14 prósent.

Þá kemur Exista með 1,72 prósenta lækkun og Icelandair Group um 1,46 prósent. Kaupthing hefur lækkað um 1,22 prósent og Landsbankinn um 0,27 prósent.

Tvö félög hafa hækkað lítillega í dag, Atorka Group um 0,80 prósent, Marel um 0,20 prósent. Úrvalsvísittalan stendur í 6.511,12 stigum og hefur lækkað um 1,19 prósent það sem af er degi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×