Viðskipti innlent

Jón Ásgeir þolinmóður gagnvart tapinu á Nyhedsavisen

Jón Ásgeir Jóhannesson segir að hann sé mjög þolinmóður gagnvart Nyhedsavisen þrátt fyrir að fríblaðið hafi tapað stórum upphæðum á rekstrinum frá byrjun. Þetta kemur fram í business.dk í dag.

 

Aðspurður um hvort Baugur Group sé reiðubúið til að setja meira fé inn í rekstur blaðsins segir Jón Ásgeir að menn muni taka afstöðu til þess þegar þar að komi eða þegar beðið verði um meira fé. Annars er Jón Ásgeir mjög ánægður með þann árangur sem blaðið hefur náð og lesendafjölda þess.

 

"Við gerum ætíð það sem við teljum að er rétt. Og þegar við hættum að trúa á það, skiptum við um skoðun," segir Jón Ásgeir í samtalinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×