Viðskipti innlent

VÍS hyggst hasla sér völl í Færeyjum

Vátryggingarfélag Íslands hyggst í haust stofna útibú í Færeyjum eftir því sem greint er frá í færeyska blaðinu Dimmalættingi.

Enn fremur kemur fram í fréttinni að VÍS hafi unnið að undirbúningi innkomunnar á færeyskan markað frá því í nóvember en að nauðsynlegt sé að breyta færeyskum tryggingalögum til þess að félagið geti starfað á eyjunum.

Enn fremur segir að maður að nafni Høgni í Stórustovu muni stýra útibúinu sem veita mun færeyskum tryggingafélögum samkeppni en þar munu í fyrstu starfa fimm manns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×