Viðskipti innlent

Kjör bankanna batna

Nýr og fráfarandi forstjóri. Glitnis Skuldatryggingarálag Glitnis hækkaði snarpt þegar tilkynnt var um nýja stjórn og forstjóra hjá bankanum.
Nýr og fráfarandi forstjóri. Glitnis Skuldatryggingarálag Glitnis hækkaði snarpt þegar tilkynnt var um nýja stjórn og forstjóra hjá bankanum.

Skuldatryggingarálag (CDS) íslensku bankanna hefur lækkað töluvert á undanförnum vikum. Frá áramótum hefur það lækkað um 7 til 17,5 punkta.

Í gær var álag Landsbankans 22,7 stig, Glitnis 27,5 stig og Kaupþings 31 stig. Nálgast þau sömu gildi og þau voru lægst í október árið 2005, áður en óstöðugleiki og umræðuvandi herjaði á íslenskt fjármálakerfi.

Hermann Þórisson, sérfræðingur á Greiningardeild Landsbankans, segir að skuldatryggingarálagið sé einn besti mælikvarðinn á þau markaðskjör sem bankarnir standa frammi fyrir á alþjóðamörkuðum. Álagið mæli hvað kostar fyrir fjárfesta að kaupa tryggingu gegn því að útgefandi viðkomandi skuldabréfs geti ekki staðið við skuldbindingar sínar.

Skuldatryggingarálag Glitnis hækkaði snarpt þegar tilkynnt var um nýja stjórn og forstjóra hjá bankanum. Það gekk fljótlega til baka en er þó rúmum þremur punktum hærra en það var fyrir stjórnarskiptin. „Til skamms tíma virðist vera að fjárfestar meti stöðuna svo að áhættan sé meiri og þeir vilji meiri ávöxtun,“ segir Hermann. „Það kom því ekki á óvart að álagið á Glitni skyldi hækka.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×