Viðskipti innlent

Afkoma Teymis er yfir spám

Árni Pétur Jónsson, forstjóri. Hagnaður Teymis á fyrsta fjórðungi ársins var yfir spám greiningardeilda bankanna.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri. Hagnaður Teymis á fyrsta fjórðungi ársins var yfir spám greiningardeilda bankanna.

Hagnaður Teymis nam 1,6 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Um er að ræða birtingu uppgjörs annars ársfjórðungs fyrirtækisins eftir skiptingu Dagsbrúnar í tvö félög, 365 sem tók yfir fjölmiðlahlutann og svo Teymi sem tók yfir fjarskiptahluta, upplýsingatækni og aðra starfsemi.

Afkoman er nokkru yfir spám greiningardeilda viðskiptabankanna sem gerðu ráð fyrir allt frá einum til tæplega 1,5 milljarða króna hagnaði á tímabilinu.

Rekstrarhagnaður fyrirtækisins (EBITDA) fyrir afskriftir og gjöld, nam 785 milljónum króna en hagnaður fyrir vexti og skatta (EBIT) nam 382 milljónum króna.

Teymi seldi eignarhlut sinn í Securitas á fjórðungnum en söluhagnaður nam 535 milljónum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×