Fyrstu vetnistilraunirnar á sjó að hefjast 9. maí 2007 06:00 Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Íslensk NýOrka vinnur nú að undirbúningi þess að setja vetnisljósavél í hvalaskoðunarbátinn Eldingu við Reykjavíkurhöfn og gera tilraunir með hana á hafi úti á sjómannadaginn á næsta ári. Heildarkostnaður nemur um 40 milljónum króna. Hönnunin er að öllu leyti íslensk að því undanskildu að efnarafallinn er keyptur erlendis frá. Að verkefninu kemur fjöldi innlendra fyrirtækja auk nemenda við Listaháskólann en þeir hanna sýningarrými í Eldinguna. Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri NýOrku, telur þetta vera í fyrsta sinn í veröldinni sem gerðar hafi verið tilraunir með efnarafal á sjó. Vetnisljósavélin er næsta skref NýOrku á sviði vetnisvéla í samgöngutækjum og segir Jón að velheppnað tilraunaverkefni NýOrku með notkun vetnisstrætisvagna í Reykjavík síðastliðin þrjú ár hafi rutt brautina fyrir því að fleiri aðilar koma til samstarfsins nú en áður. „Þetta hefði ekki hvarflað að mörgum áður,“ segir hann. Nokkrum vandkvæðum er bundið að setja vetnisvél um borð í báta og segir Jón að til öryggis hafi verið ákveðið að byrja á að nota vetni í ljósavél Eldingarinnar. „Efnarafalar eru viðkvæmir fyrir seltu og sjávarumhverfi,“ segir hann en það getur truflað rafkerfið. Jón segir að talsverðar fyrirspurnir hafi borist um nýtingu vetnisvéla frá ferðabátageiranum auk þess sem erlendir fjölmiðlar, svo sem sjónvarpsstöðin Discovery, hafi sýnt verkefninu áhuga. „Menn sjá fyrir sér að nota umhverfisvæna orku í stað olíu í báta, ekki síst við hvalaskoðun. Við slíka skoðun er siglt út á aðalvél skipsins en drepið á henni þegar komið er á hvalaslóðir. „Þá tekur ljósavélin við. Með efnarafalnum verður hvorki mengun út frá vélinni né titringur frá bátnum, sem verður hljóðlaus,“ segir Jón. „Við teljum að við séum þarna að fara mjög ótroðnar slóðir og gerum ráð fyrir að þekking á þessu geti orðið mjög verðmæt vara í framtíðinni. Upplýsingar sem koma úr verkefninu verða hvergi annars staðar til en hér,“ segir Jón. Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Íslensk NýOrka vinnur nú að undirbúningi þess að setja vetnisljósavél í hvalaskoðunarbátinn Eldingu við Reykjavíkurhöfn og gera tilraunir með hana á hafi úti á sjómannadaginn á næsta ári. Heildarkostnaður nemur um 40 milljónum króna. Hönnunin er að öllu leyti íslensk að því undanskildu að efnarafallinn er keyptur erlendis frá. Að verkefninu kemur fjöldi innlendra fyrirtækja auk nemenda við Listaháskólann en þeir hanna sýningarrými í Eldinguna. Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri NýOrku, telur þetta vera í fyrsta sinn í veröldinni sem gerðar hafi verið tilraunir með efnarafal á sjó. Vetnisljósavélin er næsta skref NýOrku á sviði vetnisvéla í samgöngutækjum og segir Jón að velheppnað tilraunaverkefni NýOrku með notkun vetnisstrætisvagna í Reykjavík síðastliðin þrjú ár hafi rutt brautina fyrir því að fleiri aðilar koma til samstarfsins nú en áður. „Þetta hefði ekki hvarflað að mörgum áður,“ segir hann. Nokkrum vandkvæðum er bundið að setja vetnisvél um borð í báta og segir Jón að til öryggis hafi verið ákveðið að byrja á að nota vetni í ljósavél Eldingarinnar. „Efnarafalar eru viðkvæmir fyrir seltu og sjávarumhverfi,“ segir hann en það getur truflað rafkerfið. Jón segir að talsverðar fyrirspurnir hafi borist um nýtingu vetnisvéla frá ferðabátageiranum auk þess sem erlendir fjölmiðlar, svo sem sjónvarpsstöðin Discovery, hafi sýnt verkefninu áhuga. „Menn sjá fyrir sér að nota umhverfisvæna orku í stað olíu í báta, ekki síst við hvalaskoðun. Við slíka skoðun er siglt út á aðalvél skipsins en drepið á henni þegar komið er á hvalaslóðir. „Þá tekur ljósavélin við. Með efnarafalnum verður hvorki mengun út frá vélinni né titringur frá bátnum, sem verður hljóðlaus,“ segir Jón. „Við teljum að við séum þarna að fara mjög ótroðnar slóðir og gerum ráð fyrir að þekking á þessu geti orðið mjög verðmæt vara í framtíðinni. Upplýsingar sem koma úr verkefninu verða hvergi annars staðar til en hér,“ segir Jón.
Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira