Viðskipti innlent

Kreditkorti hf. verður skipt

Kreditkort hf. hefur ákveðið með hliðsjón af samkeppnisreglum að færa umsýslu greiðslukorta yfir í dótturfélag.
Kreditkort hf. hefur ákveðið með hliðsjón af samkeppnisreglum að færa umsýslu greiðslukorta yfir í dótturfélag.

Ákveðið hefur verið að skipta upp fyrirtækinu Kreditkort hf. og færa útgáfu greiðslukorta og þjónustu við þau yfir í nýtt dótturfélag. Breytingin verður kynnt nánar af hálfu fyrirtækisins í dag.

Samkvæmt heimildum blaðsins er ákvörðunin tekin að frumkvæði eigenda fyrirtækisins og gerð með hliðsjón af samkeppnisreglum.

Sérstaða Kreditkorts hf. meðal greiðslumiðlunarfyrirtækja hefur verið útgáfa eigin greiðslukorta, en eftir breytinguna keppir fyrirtækið ekki lengur við bankana og fleiri í útgáfu þeirra. Bankastofnanir hafa um árabil gefið út kort sjálfar. Þannig gefur Vísa ekki út greiðslukort.

Samkeppnisyfirvöld eru með greiðslukortamarkaðinn til skoðunar og þá sérstaklega yfirburðastöðu Kreditkorts hf., sem er með MasterCard á sínum snærum og Greiðslumiðlunar hf, sem er með Visa, en ekki er vitað hvernær henni muni ljúka.

Kreditkort hf. er í eigu Glitnis banka sem á yfir helming í fyrirtækinu, Landsbanka Íslands sem á um fimmtung og svo sparisjóðanna. Glitnir og Kaupþing sömdu í sumar um skipti á eignarhlut sínum í Greiðslumiðlun og Kreditkorti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×