Jonny Quinn, trommari Snow Patrol, missir af væntanlegri tónleikaferð sveitarinnar um Evrópu og Ástralíu vegna handleggsbrots.
Quinn brotnaði þegar hann var að leika sér á snjóbretti í Ölpunum. Hefur hann fengið vin sinn Graham Hopkins, sem hefur spilað með Thearpy og Cranberries, til að hlaupa í skarðið. Tónleikaferðin hefst 4. mars og er farin til að fylgja eftir hinni vinsælu plötu Eyes Open.