Forstjóri Össurar á veiðislóðum í Suður-Afríku 24. febrúar 2007 06:00 „Þegar menn segjast vera miklir veiðimenn er það svona svipað eins og þegar kylfingar telja sjálfa sig vera góða í golfi. Þá liggur oft ekki mikið að baki slíkum orðum," segir Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar. Jón var staddur í hlýjunni í Kaliforníu þegar Fréttablaðið náði tali af honum en þar verður hann næstu misserin. Jón var reyndar hugsi yfir því að tjá sig um veiðimennsku sína á villtum dýrum enda væru Bandaríkjamenn ákaflega viðkvæmir fyrir slíku og eru frægir fyrir andstöðu sína gegn hvalveiðum. Jón er annálaður veiðiáhugamaður og hefur gert það að venju að fara til Suður-Afríku þar sem hann skýtur villtar skepnur, dýr sem hvergi eru sjáanleg á Íslandi. „Ég hef aðallega verið að skjóta antílópur en ekki lagt út í það að skjóta ljón eða fíla," segir Jón enda er misjafnt hvað sé löglegt á hverju svæði fyrir sig. Jón segist í flestum tilvikum gefa innfæddum skrokkana og þá sé líka hefð fyrir því að éta kjötið utan af skepnunum eftir velheppnaða veiðiferð. En Jón fer þó ekki alltaf allslaus heim. Á heimili hans má sjá höfuð þeirra dýra sem forstjórinn hefur skotið á ferðum sínum. Jón viðurkennir reyndar að hann sé ekkert að flagga þeim og þau séu hvorki inni í stofu né fyrir ofan hjónarúmið. „Konan hefur verið með í ráðum og fær að velja þessa staði," segir Jón og hlær. Dýrin sem skotin eru í Suður-Afríku eru ólík þeim sem finnast hér á Íslandi og flestir Íslendingar hafa eflaust eingöngu séð þau í dýralífsþáttum Davids Attenborough og dýragörðum úti í heimi. „Þetta er ótrúlega gaman þegar maður er í þessu af lífi og sál," segir Jón sem hefur stundað skotveiði frá unga aldri. „Ég hafði ekki efni á laxveiðinni á yngri árum og það er kannski fyrst núna sem maður getur leyft sér slíkan lúxus," bætir hann við en ef marka má orð forstjórans þá sinnir Jón veiðinni hér heima af miklum þrótti, skýtur rjúpur, hreindýr og gæsir. Reyndar segist Jón vera mikill útivistarmaður almennt og njóti þess að vera úti í guðsgrænni náttúrunni. Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Sjá meira
„Þegar menn segjast vera miklir veiðimenn er það svona svipað eins og þegar kylfingar telja sjálfa sig vera góða í golfi. Þá liggur oft ekki mikið að baki slíkum orðum," segir Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar. Jón var staddur í hlýjunni í Kaliforníu þegar Fréttablaðið náði tali af honum en þar verður hann næstu misserin. Jón var reyndar hugsi yfir því að tjá sig um veiðimennsku sína á villtum dýrum enda væru Bandaríkjamenn ákaflega viðkvæmir fyrir slíku og eru frægir fyrir andstöðu sína gegn hvalveiðum. Jón er annálaður veiðiáhugamaður og hefur gert það að venju að fara til Suður-Afríku þar sem hann skýtur villtar skepnur, dýr sem hvergi eru sjáanleg á Íslandi. „Ég hef aðallega verið að skjóta antílópur en ekki lagt út í það að skjóta ljón eða fíla," segir Jón enda er misjafnt hvað sé löglegt á hverju svæði fyrir sig. Jón segist í flestum tilvikum gefa innfæddum skrokkana og þá sé líka hefð fyrir því að éta kjötið utan af skepnunum eftir velheppnaða veiðiferð. En Jón fer þó ekki alltaf allslaus heim. Á heimili hans má sjá höfuð þeirra dýra sem forstjórinn hefur skotið á ferðum sínum. Jón viðurkennir reyndar að hann sé ekkert að flagga þeim og þau séu hvorki inni í stofu né fyrir ofan hjónarúmið. „Konan hefur verið með í ráðum og fær að velja þessa staði," segir Jón og hlær. Dýrin sem skotin eru í Suður-Afríku eru ólík þeim sem finnast hér á Íslandi og flestir Íslendingar hafa eflaust eingöngu séð þau í dýralífsþáttum Davids Attenborough og dýragörðum úti í heimi. „Þetta er ótrúlega gaman þegar maður er í þessu af lífi og sál," segir Jón sem hefur stundað skotveiði frá unga aldri. „Ég hafði ekki efni á laxveiðinni á yngri árum og það er kannski fyrst núna sem maður getur leyft sér slíkan lúxus," bætir hann við en ef marka má orð forstjórans þá sinnir Jón veiðinni hér heima af miklum þrótti, skýtur rjúpur, hreindýr og gæsir. Reyndar segist Jón vera mikill útivistarmaður almennt og njóti þess að vera úti í guðsgrænni náttúrunni.
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Sjá meira