Forstjóri Össurar á veiðislóðum í Suður-Afríku 24. febrúar 2007 06:00 „Þegar menn segjast vera miklir veiðimenn er það svona svipað eins og þegar kylfingar telja sjálfa sig vera góða í golfi. Þá liggur oft ekki mikið að baki slíkum orðum," segir Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar. Jón var staddur í hlýjunni í Kaliforníu þegar Fréttablaðið náði tali af honum en þar verður hann næstu misserin. Jón var reyndar hugsi yfir því að tjá sig um veiðimennsku sína á villtum dýrum enda væru Bandaríkjamenn ákaflega viðkvæmir fyrir slíku og eru frægir fyrir andstöðu sína gegn hvalveiðum. Jón er annálaður veiðiáhugamaður og hefur gert það að venju að fara til Suður-Afríku þar sem hann skýtur villtar skepnur, dýr sem hvergi eru sjáanleg á Íslandi. „Ég hef aðallega verið að skjóta antílópur en ekki lagt út í það að skjóta ljón eða fíla," segir Jón enda er misjafnt hvað sé löglegt á hverju svæði fyrir sig. Jón segist í flestum tilvikum gefa innfæddum skrokkana og þá sé líka hefð fyrir því að éta kjötið utan af skepnunum eftir velheppnaða veiðiferð. En Jón fer þó ekki alltaf allslaus heim. Á heimili hans má sjá höfuð þeirra dýra sem forstjórinn hefur skotið á ferðum sínum. Jón viðurkennir reyndar að hann sé ekkert að flagga þeim og þau séu hvorki inni í stofu né fyrir ofan hjónarúmið. „Konan hefur verið með í ráðum og fær að velja þessa staði," segir Jón og hlær. Dýrin sem skotin eru í Suður-Afríku eru ólík þeim sem finnast hér á Íslandi og flestir Íslendingar hafa eflaust eingöngu séð þau í dýralífsþáttum Davids Attenborough og dýragörðum úti í heimi. „Þetta er ótrúlega gaman þegar maður er í þessu af lífi og sál," segir Jón sem hefur stundað skotveiði frá unga aldri. „Ég hafði ekki efni á laxveiðinni á yngri árum og það er kannski fyrst núna sem maður getur leyft sér slíkan lúxus," bætir hann við en ef marka má orð forstjórans þá sinnir Jón veiðinni hér heima af miklum þrótti, skýtur rjúpur, hreindýr og gæsir. Reyndar segist Jón vera mikill útivistarmaður almennt og njóti þess að vera úti í guðsgrænni náttúrunni. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Sjá meira
„Þegar menn segjast vera miklir veiðimenn er það svona svipað eins og þegar kylfingar telja sjálfa sig vera góða í golfi. Þá liggur oft ekki mikið að baki slíkum orðum," segir Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar. Jón var staddur í hlýjunni í Kaliforníu þegar Fréttablaðið náði tali af honum en þar verður hann næstu misserin. Jón var reyndar hugsi yfir því að tjá sig um veiðimennsku sína á villtum dýrum enda væru Bandaríkjamenn ákaflega viðkvæmir fyrir slíku og eru frægir fyrir andstöðu sína gegn hvalveiðum. Jón er annálaður veiðiáhugamaður og hefur gert það að venju að fara til Suður-Afríku þar sem hann skýtur villtar skepnur, dýr sem hvergi eru sjáanleg á Íslandi. „Ég hef aðallega verið að skjóta antílópur en ekki lagt út í það að skjóta ljón eða fíla," segir Jón enda er misjafnt hvað sé löglegt á hverju svæði fyrir sig. Jón segist í flestum tilvikum gefa innfæddum skrokkana og þá sé líka hefð fyrir því að éta kjötið utan af skepnunum eftir velheppnaða veiðiferð. En Jón fer þó ekki alltaf allslaus heim. Á heimili hans má sjá höfuð þeirra dýra sem forstjórinn hefur skotið á ferðum sínum. Jón viðurkennir reyndar að hann sé ekkert að flagga þeim og þau séu hvorki inni í stofu né fyrir ofan hjónarúmið. „Konan hefur verið með í ráðum og fær að velja þessa staði," segir Jón og hlær. Dýrin sem skotin eru í Suður-Afríku eru ólík þeim sem finnast hér á Íslandi og flestir Íslendingar hafa eflaust eingöngu séð þau í dýralífsþáttum Davids Attenborough og dýragörðum úti í heimi. „Þetta er ótrúlega gaman þegar maður er í þessu af lífi og sál," segir Jón sem hefur stundað skotveiði frá unga aldri. „Ég hafði ekki efni á laxveiðinni á yngri árum og það er kannski fyrst núna sem maður getur leyft sér slíkan lúxus," bætir hann við en ef marka má orð forstjórans þá sinnir Jón veiðinni hér heima af miklum þrótti, skýtur rjúpur, hreindýr og gæsir. Reyndar segist Jón vera mikill útivistarmaður almennt og njóti þess að vera úti í guðsgrænni náttúrunni.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Sjá meira