Viðskipti innlent

Føroyja Banki hagnast um milljarð á hálfu ári

Merki Føroya Banka.
Merki Føroya Banka.

Nettóhagnaður Føroya Banka nam rúmum milljarði íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við 460 milljónir á sama tímabili í fyrra. Føroyja Banki var skráður í Kauphöllina á Íslandi fyrr í sumar. Hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi var nokkru yfir væntingum.

Hagnaðurinn þá nam nam 40,2 milljónum danskra króna samanborið við rúmlega 13 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir 487,6 milljónum íslenskra króna. Afkoman er nokkru yfir spá greiningardeildar Landsbankans sem gerði ráð fyrir 32,9 milljóna danskra króna hagnaði á fjórðungnum.

Í uppgjörinu kemur fram að afkomuspá bankans fyrir skatt og gjöld á árinu er óbreytt en gert er ráð fyrir því að hagnaðurinn nemi 145 til 165 milljónum danskra króna á árinu öllu.

Uppgjör Føroya Banka






Fleiri fréttir

Sjá meira


×