Viðskipti innlent

Ísland í fjórða sæti

Útsala 2,2 prósenta verðbólga mælist í OECD-ríkjunum. Mest er verðbólgan í Tyrklandi, rúmlega níu prósent.
Útsala 2,2 prósenta verðbólga mælist í OECD-ríkjunum. Mest er verðbólgan í Tyrklandi, rúmlega níu prósent. MYND/Hari

Verðbólga mældist 2,2 prósent á ársgrundvelli að meðaltali innan svæðis OECD-ríkjanna á fyrstu sex mánuðum árs.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 4,6 prósent á Íslandi. Mest var verðbólgan í Tyrklandi 9,2 prósent og litlu minni í Ungverjalandi. Ísland var í fjórða sæti yfir mestu verðbólguna, kom fast á hæla Írlands þar sem fimm prósent verðbólga geysaði.

Verðbólga á evrusvæðinu mældist 1,9 prósent á fyrstu sex mánuðum árs og 2,7 prósent í Bandaríkjunum. Vísitala neysluverð hækkaði um 2,5 prósent í Bretlandi, 1,9 prósent í Þýskalandi og um rúmlega eitt prósent í Frakklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×