Tryggðu sjálfstæði Wall Street Journal 4. júlí 2007 03:45 Samkomulag náðist í síðustu viku sem tryggir ritstjórnarlegt sjálfstæði Wall Street Journal. Málið var helsta hindrunin á vegi Ruperts Murdochs sem ætlar sér að kaupa félagið. MYND/AFP Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Stjórnir bandarísku fjölmiðlasamsteypanna Dow Jones & Co. og News Corporation, sem eru í eigu ástralska auðkýfingsins Ruperts Murdoch, náðu í síðustu viku samkomulagi sem tryggir ritstjórnarlegt sjálfstæði bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Með því er stærstu hindruninni fyrir yfirtökutilboði Murdochs í Dow Jones & Co. rutt úr vegi. Dow Jones & Co. er móðurfélag samnefndrar fréttaveitu og dagblaðsins Wall Street Journal. Félag Murdochs gerði tilboð upp á fimm milljarða dala, jafnvirði 320 milljarða íslenskra króna, í útgáfufélagið í byrjun maí. Bancroft-fjölskyldan, sem fer með ráðandi hlut í Dow Jones, var mótfallin tilboðinu. Fjölskyldan, sem er geysistór og dreifð um allar jarðir vestanhafs, hefur hins vegar lítið viljað tjá sig um málið. Sumir úr ættinni hafi engu að síður verið áhugasamir um boðið á meðan aðrir voru því andsnúnir. Nokkrir úr Bancroft-fjölskyldunni sitja í stjórn Dow Jones & Co. Þeim mun hafa leiðst þófið, tekið ráðin af ættingjum sínum og fundað með Murdoch. Fréttastofan Associated Press segir að nánari útlistanir á samkomulaginu liggi ekki fyrir. Þrátt fyrir þetta brást starfsfólk Wall Street Journal ókvæða við fréttunum. Það neitaði að mæta til vinnu á fimmtudag og sagði að ritstjórnarlegu sjálfstæði blaðsins, sem varað hafi í áratugi, væri ógnað með yfirtökutilboði fjölmiðlasamsteypu Murdochs. Þá er skerðing á réttindum og kjörum starfsmanna. Blaðamenn og starfsfólk útgáfufélagsins, sem eru 2.000 talsins, sögðu í bréfi sem það sendi yfirstjórn Dow Jones, að á meðan líklegt þyki að framkvæmdastjórar útgáfufélagsins komi til með að njóta góðs af yfirtökunni þá sé hætt við að blaðamenn og annað hæft starfsfólk yfirgefi skrifstofur blaðsins. Tilboð Murdochs, sem lagt var fram í byrjun maí, hljóðaði upp á 60 dali á hlut. Þrátt fyrir orðróm um að hærra boðs sé að vænta hefur Murdoch lítið viljað gefa upp um slíkt en ítrekað ágæti útgáfufélagsins og fréttaveitunnar, sem reiknað er með að hann nýti í nýrri viðskiptasjónvarpsstöð sem hann hyggst setja á laggirnar undir lok árs auk þess sem stefnt sé að því að láta veitur Dow Jones & Co. styðja við núverandi fréttastöðvar fjölmiðlasamsteypu Murdochs, svo sem fréttastofu Sky. Fréttastofa Reuters segir litlar líkur á að Murdoch hækki tilboð sitt, sem var 65 prósentum yfir meðalgengi í félaginu á tilboðsdegi. Aðrir fjölmiðlar taka í sama streng og segja það gott. Gengi bréfa í Dow Jones & Co. hefur stigið hratt síðan Murdoch lagði boðið á borðið og stendur nú nálægt 59 dölum á hlut. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Stjórnir bandarísku fjölmiðlasamsteypanna Dow Jones & Co. og News Corporation, sem eru í eigu ástralska auðkýfingsins Ruperts Murdoch, náðu í síðustu viku samkomulagi sem tryggir ritstjórnarlegt sjálfstæði bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Með því er stærstu hindruninni fyrir yfirtökutilboði Murdochs í Dow Jones & Co. rutt úr vegi. Dow Jones & Co. er móðurfélag samnefndrar fréttaveitu og dagblaðsins Wall Street Journal. Félag Murdochs gerði tilboð upp á fimm milljarða dala, jafnvirði 320 milljarða íslenskra króna, í útgáfufélagið í byrjun maí. Bancroft-fjölskyldan, sem fer með ráðandi hlut í Dow Jones, var mótfallin tilboðinu. Fjölskyldan, sem er geysistór og dreifð um allar jarðir vestanhafs, hefur hins vegar lítið viljað tjá sig um málið. Sumir úr ættinni hafi engu að síður verið áhugasamir um boðið á meðan aðrir voru því andsnúnir. Nokkrir úr Bancroft-fjölskyldunni sitja í stjórn Dow Jones & Co. Þeim mun hafa leiðst þófið, tekið ráðin af ættingjum sínum og fundað með Murdoch. Fréttastofan Associated Press segir að nánari útlistanir á samkomulaginu liggi ekki fyrir. Þrátt fyrir þetta brást starfsfólk Wall Street Journal ókvæða við fréttunum. Það neitaði að mæta til vinnu á fimmtudag og sagði að ritstjórnarlegu sjálfstæði blaðsins, sem varað hafi í áratugi, væri ógnað með yfirtökutilboði fjölmiðlasamsteypu Murdochs. Þá er skerðing á réttindum og kjörum starfsmanna. Blaðamenn og starfsfólk útgáfufélagsins, sem eru 2.000 talsins, sögðu í bréfi sem það sendi yfirstjórn Dow Jones, að á meðan líklegt þyki að framkvæmdastjórar útgáfufélagsins komi til með að njóta góðs af yfirtökunni þá sé hætt við að blaðamenn og annað hæft starfsfólk yfirgefi skrifstofur blaðsins. Tilboð Murdochs, sem lagt var fram í byrjun maí, hljóðaði upp á 60 dali á hlut. Þrátt fyrir orðróm um að hærra boðs sé að vænta hefur Murdoch lítið viljað gefa upp um slíkt en ítrekað ágæti útgáfufélagsins og fréttaveitunnar, sem reiknað er með að hann nýti í nýrri viðskiptasjónvarpsstöð sem hann hyggst setja á laggirnar undir lok árs auk þess sem stefnt sé að því að láta veitur Dow Jones & Co. styðja við núverandi fréttastöðvar fjölmiðlasamsteypu Murdochs, svo sem fréttastofu Sky. Fréttastofa Reuters segir litlar líkur á að Murdoch hækki tilboð sitt, sem var 65 prósentum yfir meðalgengi í félaginu á tilboðsdegi. Aðrir fjölmiðlar taka í sama streng og segja það gott. Gengi bréfa í Dow Jones & Co. hefur stigið hratt síðan Murdoch lagði boðið á borðið og stendur nú nálægt 59 dölum á hlut.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira