Tryggðu sjálfstæði Wall Street Journal 4. júlí 2007 03:45 Samkomulag náðist í síðustu viku sem tryggir ritstjórnarlegt sjálfstæði Wall Street Journal. Málið var helsta hindrunin á vegi Ruperts Murdochs sem ætlar sér að kaupa félagið. MYND/AFP Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Stjórnir bandarísku fjölmiðlasamsteypanna Dow Jones & Co. og News Corporation, sem eru í eigu ástralska auðkýfingsins Ruperts Murdoch, náðu í síðustu viku samkomulagi sem tryggir ritstjórnarlegt sjálfstæði bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Með því er stærstu hindruninni fyrir yfirtökutilboði Murdochs í Dow Jones & Co. rutt úr vegi. Dow Jones & Co. er móðurfélag samnefndrar fréttaveitu og dagblaðsins Wall Street Journal. Félag Murdochs gerði tilboð upp á fimm milljarða dala, jafnvirði 320 milljarða íslenskra króna, í útgáfufélagið í byrjun maí. Bancroft-fjölskyldan, sem fer með ráðandi hlut í Dow Jones, var mótfallin tilboðinu. Fjölskyldan, sem er geysistór og dreifð um allar jarðir vestanhafs, hefur hins vegar lítið viljað tjá sig um málið. Sumir úr ættinni hafi engu að síður verið áhugasamir um boðið á meðan aðrir voru því andsnúnir. Nokkrir úr Bancroft-fjölskyldunni sitja í stjórn Dow Jones & Co. Þeim mun hafa leiðst þófið, tekið ráðin af ættingjum sínum og fundað með Murdoch. Fréttastofan Associated Press segir að nánari útlistanir á samkomulaginu liggi ekki fyrir. Þrátt fyrir þetta brást starfsfólk Wall Street Journal ókvæða við fréttunum. Það neitaði að mæta til vinnu á fimmtudag og sagði að ritstjórnarlegu sjálfstæði blaðsins, sem varað hafi í áratugi, væri ógnað með yfirtökutilboði fjölmiðlasamsteypu Murdochs. Þá er skerðing á réttindum og kjörum starfsmanna. Blaðamenn og starfsfólk útgáfufélagsins, sem eru 2.000 talsins, sögðu í bréfi sem það sendi yfirstjórn Dow Jones, að á meðan líklegt þyki að framkvæmdastjórar útgáfufélagsins komi til með að njóta góðs af yfirtökunni þá sé hætt við að blaðamenn og annað hæft starfsfólk yfirgefi skrifstofur blaðsins. Tilboð Murdochs, sem lagt var fram í byrjun maí, hljóðaði upp á 60 dali á hlut. Þrátt fyrir orðróm um að hærra boðs sé að vænta hefur Murdoch lítið viljað gefa upp um slíkt en ítrekað ágæti útgáfufélagsins og fréttaveitunnar, sem reiknað er með að hann nýti í nýrri viðskiptasjónvarpsstöð sem hann hyggst setja á laggirnar undir lok árs auk þess sem stefnt sé að því að láta veitur Dow Jones & Co. styðja við núverandi fréttastöðvar fjölmiðlasamsteypu Murdochs, svo sem fréttastofu Sky. Fréttastofa Reuters segir litlar líkur á að Murdoch hækki tilboð sitt, sem var 65 prósentum yfir meðalgengi í félaginu á tilboðsdegi. Aðrir fjölmiðlar taka í sama streng og segja það gott. Gengi bréfa í Dow Jones & Co. hefur stigið hratt síðan Murdoch lagði boðið á borðið og stendur nú nálægt 59 dölum á hlut. Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Stjórnir bandarísku fjölmiðlasamsteypanna Dow Jones & Co. og News Corporation, sem eru í eigu ástralska auðkýfingsins Ruperts Murdoch, náðu í síðustu viku samkomulagi sem tryggir ritstjórnarlegt sjálfstæði bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Með því er stærstu hindruninni fyrir yfirtökutilboði Murdochs í Dow Jones & Co. rutt úr vegi. Dow Jones & Co. er móðurfélag samnefndrar fréttaveitu og dagblaðsins Wall Street Journal. Félag Murdochs gerði tilboð upp á fimm milljarða dala, jafnvirði 320 milljarða íslenskra króna, í útgáfufélagið í byrjun maí. Bancroft-fjölskyldan, sem fer með ráðandi hlut í Dow Jones, var mótfallin tilboðinu. Fjölskyldan, sem er geysistór og dreifð um allar jarðir vestanhafs, hefur hins vegar lítið viljað tjá sig um málið. Sumir úr ættinni hafi engu að síður verið áhugasamir um boðið á meðan aðrir voru því andsnúnir. Nokkrir úr Bancroft-fjölskyldunni sitja í stjórn Dow Jones & Co. Þeim mun hafa leiðst þófið, tekið ráðin af ættingjum sínum og fundað með Murdoch. Fréttastofan Associated Press segir að nánari útlistanir á samkomulaginu liggi ekki fyrir. Þrátt fyrir þetta brást starfsfólk Wall Street Journal ókvæða við fréttunum. Það neitaði að mæta til vinnu á fimmtudag og sagði að ritstjórnarlegu sjálfstæði blaðsins, sem varað hafi í áratugi, væri ógnað með yfirtökutilboði fjölmiðlasamsteypu Murdochs. Þá er skerðing á réttindum og kjörum starfsmanna. Blaðamenn og starfsfólk útgáfufélagsins, sem eru 2.000 talsins, sögðu í bréfi sem það sendi yfirstjórn Dow Jones, að á meðan líklegt þyki að framkvæmdastjórar útgáfufélagsins komi til með að njóta góðs af yfirtökunni þá sé hætt við að blaðamenn og annað hæft starfsfólk yfirgefi skrifstofur blaðsins. Tilboð Murdochs, sem lagt var fram í byrjun maí, hljóðaði upp á 60 dali á hlut. Þrátt fyrir orðróm um að hærra boðs sé að vænta hefur Murdoch lítið viljað gefa upp um slíkt en ítrekað ágæti útgáfufélagsins og fréttaveitunnar, sem reiknað er með að hann nýti í nýrri viðskiptasjónvarpsstöð sem hann hyggst setja á laggirnar undir lok árs auk þess sem stefnt sé að því að láta veitur Dow Jones & Co. styðja við núverandi fréttastöðvar fjölmiðlasamsteypu Murdochs, svo sem fréttastofu Sky. Fréttastofa Reuters segir litlar líkur á að Murdoch hækki tilboð sitt, sem var 65 prósentum yfir meðalgengi í félaginu á tilboðsdegi. Aðrir fjölmiðlar taka í sama streng og segja það gott. Gengi bréfa í Dow Jones & Co. hefur stigið hratt síðan Murdoch lagði boðið á borðið og stendur nú nálægt 59 dölum á hlut.
Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent