Viðskipti innlent

Marel nálgast fimmtungshlut

Á Hluthafafundi í Mars. Hluthafar sem saman fara með yfir 25 prósent í hollenska iðnfyrirtækinu Stork eru á móti nýlegu yfirtökutilboði Candover upp á 47 evrur á hlut.
Á Hluthafafundi í Mars. Hluthafar sem saman fara með yfir 25 prósent í hollenska iðnfyrirtækinu Stork eru á móti nýlegu yfirtökutilboði Candover upp á 47 evrur á hlut.

Marel hefur enn aukið hlut sinn í hollenska iðnfyrirtækinu Stork samkvæmt heimildum Markaðarins og nálgast nú 20 prósenta eign í gegn um félagið LME sem einnig er í eigu Landsbankans og Eyris.

Í hollenskum miðlum er frá því greint að Marel vinni að yfirtökutilboði í Stork í félagi við einn eða fleiri fjárfestingasjóði. Marel hefur sóst eftir því að fá að kaupa Stork Food Systems, matvælavinnsluvélahluta Stork.

Gengi bréfa Stork er nú nálægt 49 evrum, en fyrir liggur yfirtökutilboð frá breska fjárfestingasjóðnum Candover upp á 47 evrur á hlut.

Kaup Candover eru því háð að 80 prósent hluthafa samþykki kaupin og eignast því varla félagið, jafnvel þótt krafan lækkaði í 75 prósent líkt og heimilt er samkvæmt hollenskum lögum, því Marel er á móti tilboðinu, sem og Delta Lloyd með um 5,2 prósenta hlut og að því er heimildir Markaðarins herma bandarískur fjárfestingasjóður sem á um 4,5 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×