Viðskipti hafin á rólegasta tíma Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. desember 2007 02:00 Magne Arge forstjóri Atlantic Airways um það bil að taka við bjöllustreng Kauphallarbjöllunar úr hendi Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar, við lok viðskipta í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Gengi bréfa Atlantic Airways hækkaði um 0,6 prósent frá útboðsgengi á fyrsta degi viðskipta með bréfin í OMX kauphöll Íslands í gær. Útboðsgengið var 261 dönsk króna á hlut, en lokagengi gærdagsins 262,5 danskar krónur, eftir 15 færslur. Dagurinn var raunar sá rólegast í Kauphöllinni á þessu ári, þar sem heildarvelta hlutabréfa nam ekki nema 1.650 milljónum króna. Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að velta hafi að meðaltali verið tæpir 11,2 milljarðar króna á dag það sem af er ári. Félagið er tvítugt, stofnað í mars árið 1987. Í upphafi var einungis flogið á einni leið milli Færeyja og Kaupmannahafnar á einu fél félagsins. Síðan hafa umsvif félagsins aukist nokkuð, en meginstarfsemin byggir á áætlunarflugi frá Færeyjum, leiguflugi í Evrópu og þyrlustarfsemi í Færeyjum og á Norðursjó. Félagið rekur nú sex flugvélar og þrjár þyrlur og er með höfuðstöðvar í Sørvág í Færeyjum. Starfsmenn eru 187. Magne Arge, forstóri Atlantic Airways segir spennandi tíma framundan. „Með skráningu á markað koma ný tækifæri og um leið ný verkefni og skyldur. Slíkt er ávallt spennandi fyrir okkur sem störfum í viðskiptum. Sérstaklega þurfum við að venja okkur við að vera á hverjum degi komin undir dóm markaðarins á frammistöðu okkar.“ Magne segir félagið þó vel í stakk búið til að takast á við þessar nýju upplifanir. „Við höfum í mörg ár starfað í flugiðnaði og sá iðnaður er þannig, sér í lagi í Færeyjum, að við vitum að bæði getur verið von á þungskýjuðum dögum og sólríkum. Þá þekkum við vel allan óróleika í lofti.“ Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, fagnaði líka skráningu Atlantic Airways í Kauphöllina hér. „Við erum þess fullviss að þessi „lending“ félagsins á verðbréfamarkaðnum geri því kleift að „hefja sig til flugs“ með glæsibrag í framtíðinni,“ sagði hann og kvað færeysk félög hafa verið í mikilli sókn í kjölfar einkavæðingar stjórnvalda. „Ég álít færeyska markaðinn orðinn það stóran að hann sé farinn að skipta máli fyrir færeyska hagkerfið og hefur verið mjög ánægulegt að horfa á þessa þróun.“ Þá segir hann samstarfið við Færeyingana hafa verið ánægjulegt og nálgun við vandamál svipuð og í Kauphöllinni hér, en hún snerist um að leysa mál fljótt og vel. Atlantic Airways er 37. félagið sem er skráð á aðalmarkað Nordic Exchange á þessu ári og um leið fjórða færeyska félagið sem skráð er í Kauphöllina hér. Fyrr á þessu ári voru skráðir hér á markað Eik Banki og Føroya Banki, en olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum varð fyrst til árið 2005. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Gengi bréfa Atlantic Airways hækkaði um 0,6 prósent frá útboðsgengi á fyrsta degi viðskipta með bréfin í OMX kauphöll Íslands í gær. Útboðsgengið var 261 dönsk króna á hlut, en lokagengi gærdagsins 262,5 danskar krónur, eftir 15 færslur. Dagurinn var raunar sá rólegast í Kauphöllinni á þessu ári, þar sem heildarvelta hlutabréfa nam ekki nema 1.650 milljónum króna. Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að velta hafi að meðaltali verið tæpir 11,2 milljarðar króna á dag það sem af er ári. Félagið er tvítugt, stofnað í mars árið 1987. Í upphafi var einungis flogið á einni leið milli Færeyja og Kaupmannahafnar á einu fél félagsins. Síðan hafa umsvif félagsins aukist nokkuð, en meginstarfsemin byggir á áætlunarflugi frá Færeyjum, leiguflugi í Evrópu og þyrlustarfsemi í Færeyjum og á Norðursjó. Félagið rekur nú sex flugvélar og þrjár þyrlur og er með höfuðstöðvar í Sørvág í Færeyjum. Starfsmenn eru 187. Magne Arge, forstóri Atlantic Airways segir spennandi tíma framundan. „Með skráningu á markað koma ný tækifæri og um leið ný verkefni og skyldur. Slíkt er ávallt spennandi fyrir okkur sem störfum í viðskiptum. Sérstaklega þurfum við að venja okkur við að vera á hverjum degi komin undir dóm markaðarins á frammistöðu okkar.“ Magne segir félagið þó vel í stakk búið til að takast á við þessar nýju upplifanir. „Við höfum í mörg ár starfað í flugiðnaði og sá iðnaður er þannig, sér í lagi í Færeyjum, að við vitum að bæði getur verið von á þungskýjuðum dögum og sólríkum. Þá þekkum við vel allan óróleika í lofti.“ Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, fagnaði líka skráningu Atlantic Airways í Kauphöllina hér. „Við erum þess fullviss að þessi „lending“ félagsins á verðbréfamarkaðnum geri því kleift að „hefja sig til flugs“ með glæsibrag í framtíðinni,“ sagði hann og kvað færeysk félög hafa verið í mikilli sókn í kjölfar einkavæðingar stjórnvalda. „Ég álít færeyska markaðinn orðinn það stóran að hann sé farinn að skipta máli fyrir færeyska hagkerfið og hefur verið mjög ánægulegt að horfa á þessa þróun.“ Þá segir hann samstarfið við Færeyingana hafa verið ánægjulegt og nálgun við vandamál svipuð og í Kauphöllinni hér, en hún snerist um að leysa mál fljótt og vel. Atlantic Airways er 37. félagið sem er skráð á aðalmarkað Nordic Exchange á þessu ári og um leið fjórða færeyska félagið sem skráð er í Kauphöllina hér. Fyrr á þessu ári voru skráðir hér á markað Eik Banki og Føroya Banki, en olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum varð fyrst til árið 2005.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent