Viðskipti innlent

Hærra mat á Alfesca

Xavier Govare, forstjóri Alfesca
Greining Glitnis hefur hækkað verðmat sitt á Alfesca úr 5,2 í 5,3 krónur á hlut.
Xavier Govare, forstjóri Alfesca Greining Glitnis hefur hækkað verðmat sitt á Alfesca úr 5,2 í 5,3 krónur á hlut. MYND/Anton

Glitnis hefur hækkað verðmat sitt á Alfesca úr 5,2 krónum í 5,3 krónur á hlut. Verðmatsgengið var 2,5 prósentum yfir gengi á markaði þegar uppfært verðmat var gefið út. Gengi félagsins hafði hins vegar lækkað um 0,78 prósent seinni partinn í gær.

Mælt er með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu horft til langs tíma. Markgengi félagsins er sett á 5,5. Það er spá greiningardeildarinnar um hvar gengi í félaginu muni standa að sex mánuðum liðnum.

Helstu ástæðurnar að baki hækkuðu verðmati eru gott uppgjör á þriðja fjórðungi fjárhagsárs félagsins, janúar til maí á þessu ári. Þá hefur laxaverð lækkað á síðustu mánuðum en rekstur Alfesca er mjög háður sveiflum í því. Þar að auki mun endurfjármögnun félagsins, sem nú stendur yfir, minnka vaxtakostnað og hafa þannig jákvæð áhrif til lengri tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×