Handbolti

Nordhorn og Minden skildu jöfn

AP
Einn leikur var á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Íslendingalið Minden gerði jafntefli við Nordhorn 26-26 eftir að hafa verið marki undir í hálfleik 13-12. Einar Örn Jónsson skoraði 3 mörk fyrir Minden og Snorri Steinn Guðjónsson 1 mark. Nordhorn er í sjötta sæti deildarinnar en Minden í tólfta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×