Viðskipti innlent

Exista hefur rýrnað um 2,6 milljarða á klukkustund í vikunni

Stjórnarformaður Exista Lýður Guðmundsson (fyrir miðju) og forstjórarnir Erlendur Hjaltason (til vinstri) og Sigurður Valtýsson (til hægri) hafa þurft að horfa upp á hrun á gengi bréfa félaginu í vikunni.
Stjórnarformaður Exista Lýður Guðmundsson (fyrir miðju) og forstjórarnir Erlendur Hjaltason (til vinstri) og Sigurður Valtýsson (til hægri) hafa þurft að horfa upp á hrun á gengi bréfa félaginu í vikunni.

Gengi bréfa í Exista hefur lækkað um 14,5% það sem af er vikunni og alls hefur markaðsvirði fyrirtæksins rýrnað um 36,2 milljarða á sama tíma.

Kauphöllin hefur verið opin 14 tíma það sem af er vikunni og því hefur virði Exista rýrnað um 2,6 milljarða á hverjum klukkutíma sem opið hefur verið í Kauphöllinni.

Gengi bréfa í félaginu var 19,25 nú um hádegið og var þá 10,5% undir útboðsgengi félagsins fyrir rúmu ári.

Stærstu hluthafar Exista, bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, hafa fundið verulega fyrir lækkuninni. Hlutur þeirra, sem er 45,21%, hefur rýrnað um 16,3 milljarða frá því á mánudagsmorgun kl. 10.

Hæst fór gengi bréfa í Exista í 40,55 18. júlí síðastliðinn og hefur gengið því fallið um 52,5% á þeim fimm mánuðum sem liðnir eru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×